- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Fyrsti úrslitaleikur stendur fyrir dyrum

Martha Hermannsdóttir t.v.. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Úrslitaeinvígi deildarmeistara KA/Þórs og Vals hefst í kvöld með viðureign í KA-heimilinu. Flautað verður til leiks klukkan 18 og leikið skal til þrautar. Vinna þarf tvisvar sinnum til þess að verða krýndur Íslandsmeistari að þessu sinni.

Næsti leikur liðanna verður í Origohöllinni á Hlíðarenda á sunnudaginn. Ef til oddaleiks kemur fer hann fram í KA-heimilinu á miðvikudaginn eftir viku.

KA/Þór varð deildarmeistari í fyrsta sinn í vor þegar liðið varð efst í Olísdeildinni. Akureyrarliðið gaf tóninn í byrjun september þegar það vann meistarakeppni HSÍ sem markaði upphaf keppni á Íslandsmótinu.

Á leið sinni í úrslit vann KA/Þór lið ÍBV eftir þriggja leikja hörkurimmu sem lauk á laugardaginn eftir framlengingu í oddaleik.


Valur hafnaði í þriðja sæti Olísdeildar og mætti Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Valur vann örugglega í tveimur leikjum. Í undanúrslitum lagði Valsliðið Framara á afar sannfærandi hátt í tveimur leikjum, þeim síðasta fyrir viku.

Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir, leikmaður KA/Þórs og þjálfarinn, Andri Snær Stefánsson með tímaspjaldið í höndunum. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


KA/Þór og Valur skildu jöfn, 23:23, í fyrri viðureign sinni í Olísdeildinni 26. janúar í 6. umferð, 23:23. KA/Þór vann síðari leikinn, 1. maí, 21:19, þegar leikið var í KA-heimilinu.


Ekki er annað vitað en að þjálfarar beggja liða hafi úr sama leikmannahópi að spila í kvöld og þeir höfðu í undanúrslitaleikjunum.

Olísdeild kvenna, fyrsti úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn:

KA-heimilið: KA/Þór – Valur, kl. 18 – sýndur á Stöð 2 Sport.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -