- Auglýsing -

Dagskráin: Hafnarfjarðarslagur með hraðprófum – leikið í Víkinni

Gytis Smantuaskas, FH, Adam Haukur Baumruk, Heimir Óli Heimisson, Haukar. Mynd/J.L.Long

Tvö efstu lið Olísdeildar karla, Haukar og FH, hefja 11. umferð deildarinnar í sannkölluðum stórleik á heimavelli FH, Kaplakrika, í kvöld. Flautað verður leiks klukkan 19.30.


Reynt verður að tryggja góða stemningu á Hafnarfjarðarslagnum. Þess vegna verður opið fyrir 500 áhorfendur á leikinn. Skilyrði fyrir aðgangi þeirra sem fæddir eru 2015 og fyrr er a.m.k. 48 klukkustunda gamalt neikvætt skyndipróf (antigen) vegna kórónuveirunnar.


„Til viðbótar verðum með 50 manna iðkendahólf. Þar þarf ekki hraðpróf, en allir venjulegir áhorfendur eldri en sex ára fara í 500 manna hólfið og þurfa að framvísa hraðpróf,“ sagði Sigurgeir Árni Ægisson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar FH við handbolta.is í gær.


Reikna má með miklum baráttuleik í Hafnarfjarðarslagnum sem alltaf skiptir leikmenn og stuðningsmenn liðanna miklu máli. Til viðbótar er efsta sæti deildarinnar undir því sigurlið leiksins situr í efsta sæti þegar keppni í Olísdeild karla verður hálfnuð.


Haukar eru efstir í deildinni með 16 stig eftir 10 leiki og FH er stigi á eftir.
Einn leikur verður einnig á dagskrá í Grill66-deild kvenna í handknattleik í kvöld.

Leikir kvöldsins

Olísdeild karla:
Kaplakriki: FH – Haukar, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2Sport.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla má sjá hér.


Grill66-deild kvenna:
Víkin: Víkingur – HK U, kl. 19.30 – sýndur á Víkingurtv.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenn má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -