- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Í mörg horn er að líta

Ef að líkum lætur verður ekkert gefið eftir í viðureign Fram og KA/Þórs í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Átjánda umferð Olísdeildar kvenna fer fram í dag. Að vanda eru fjórir leikir í hverri umferð. Hæst ber viðureign Fram og Íslandsmeistara KA/Þórs í Framhúsinu klukkan 14. Fram situr í efsta sæti deildarinnar en KA/Þór er í þriðja sæti. Liðin hafa margar hildi háð á allra síðustu árum og hafa leikirnir oftast verið jafnir og spennandi þótt viðureignin í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins á dögunum hafi verið undantekning.


HK og ÍBV mætast öðru sinni á nokkrum dögum. Að þessu sinni eigast liðin við í Kórnum. Þau mættust síðast á miðvikudagskvöld í Vestmannaeyjum. HK hafði þá óvænt betur, 25:23. Um var að ræða viðureign sem nokkrum sinnum hafði verið frestað.


Stjarnan tekur á móti Val í TM-höllinni klukkan 16. Stjarnan þarf á sigri að halda til þess að eiga von um að komast upp í eitt af fjórum efstu sætunum og ná þar með heimaleikjarétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.


Loks taka Haukar á móti Aftureldingu sem fallin er úr deildinni eftir hetjulega en erfiða baráttu á keppnistímabilinu.


Leikmenn Vals og Fram hefja 19. umferð Olísdeildar karla með kvöldleik í Origohöllinni. Aðrir leikir umferðarinnar verða háðir á morgun.


Til viðbótar getur Hörður komst á ný í efsta sæti Grill66-deildar karla og Þór Akureyri á þess kost að færast nær efstu liðunum þremur takist liðinu að leggja ungmenni Selfossliðsins sem ferðast norður í Eyjafjörð.

Leikir í dag

Olísdeild kvenna:
Framhús: Fram – KA/Þór kl, 14 – sýndur á Stöð2sport.
Kórinn: HK – ÍBV, kl. 14 – sýndur á HKtv.
TM-höllin: Stjarnan – Valur, kl. 16 – sýndur á Stöð2sport.
Ásvellir: Haukar – Afturelding, kl. 16 – sýndur á Haukartv.

Stöðu og næstu leiki í Olísdeild kvenna er að finna hér.


Olísdeild karla:
Origohöllin: Valur – Fram, kl. 18 – sýndur á Stöð2sport.

Stöðu og næstu leiki í Olísdeild karla er að finna hér.


Grill66-deild karla:
Varmá: Afturelding U – Hörður, kl. 15.
Höllin, Ak.: Þór Ak. – Selfoss U, kl. 16.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla er að finna hér.


Grill66-deild kvenna:
Origohöllin: Valur U – ÍBV U, kl. 20.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild kvenna er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -