- Auglýsing -

Dagskráin: ÍR-ingar sækja heim ungmenni Valsara

Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Efsta lið Grill66-deildar karla, ÍR, sækir ungmennliða Vals heim í kvöld kl. 19.30. Ungmennalið Vals hefur sýnt í undanförnum leikjum að það er til alls líklegt.


M.a. veittu Valsarar liðsmönnum Harðar hörkukeppni á dögunum. ÍR-ingar verða að hafa sig alla við ætli þeir sér að vinna leikinn. Flautað verður til leiks klukkan 19.30 í Origohöll Valsara og eru áhorfendur velkomnir eftir að sóttvarnarreglur voru rýmkaðar á dögunum.


Annað kvöld verður meira um að vera í Grill66-deildum karla og kvenna svo segja má að leikurinn í Origohöllinni í kvöld verði aðeins reykurinn af réttunum fyrir áhugasama um keppni í þessum tveimur deildum.


Grill66-deild karla:
Origohöllin: Valur U – ÍR, kl. 19.30.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -