Dagskráin: Leikið til þrautar um sæti í úrslitum

Leikmenn Gróttu og ÍR mætast í Grill66-deild kvenna á næsta keppnistímabili. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Uppgjör undanúrslita umspilsins fyrir Olísdeild kvenna fer fram í kvöld þegar Grótta og ÍR mætast í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Þá verður leikið til þrautar um keppnisréttinn í úrslitum en sigurliðið mætir HK í uppgjöri um keppnisrétt í Olísdeild kvenna á næstu leiktíð. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.

Grótta og ÍR hafa mæst tvisvar til þessa í undanúrslitarimmunni og hefur hvort lið einn vinning. Grótta vann heimaleik sinn á síðasta miðvikudag, 16:15. ÍR svaraði fyrir með eins marks sigri í Austurbergi á laugardagskvöld, 23:22. Flest bendir til að leikurinn í Hertzhöllinni í kvöld verði einnig hnífjafn ef marka má það sem á undan er gengið í viðureignum þessara liða.


Í Grill 66-deildinni í vetur unnu liðin sinn leikinn hvort. Grótta vann á heimavelli, 25:20, í janúar. ÍR hafði betur í heimaleik sínum í mars, 22:21.


Undanúrslit, umspil Olísdeildar kvenna, 3. leikur:
Hertzhöllin: Grótta – ÍR, kl. 19.30 (1:1) – sýndur á Gróttatv.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -