Dagskráin: Reynt í þriðja sinn

Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs fer yfir málin í einum leikjum tímabilsins. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Reynt verður í þriðja sinn í kvöld að flauta til leiks HK og KA/Þórs í Olísdeild kvenna í Kórnum. Upphaflega stóð til að liðin leiddu saman hesta sína á miðvikudagskvöldið. Vegna ófærðar tókst það ekki og sömu sögu er að segja um gærdaginn. Enn var kolvitlaust veður og ófært fyrir liðsmenn KA/Þórs suður yfir heiðar. Betra útlit er fyrir daginn í dag og þess vegna stendur til að flauta til leiks í Kórnum klukkan 18. Að leiknum loknum verður gert hlé á keppni í Olísdeild kvenna til 30. mars.

Viðureign HK og KA/Þórs er sú eina sem er dagskrá Íslandsmótsins í kvöld.

Olísdeild kvenna:
Kórinn: HK – KA/Þór kl. 18 – sýndur á HKtv.

Staðan í Olísdeild kvenna.

a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -