- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Síðari Evrópuleikur KA/Þórs og suðurlandsslagur

Matea Lonac, markvörður, fór á kostum í fyrri viðureign KA/Þórs og BM Elche í gær. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Fjórir leikir verða á dagskrá í níundu umferð Olísdeildar karla sem hófst í gær með viðureign HK og Stjörnunnar í Kórnum. Efsta lið deildarinnar, Haukar, sækja KA-menn í kvöld en fyrsti leikur dagsins í deildinni verður Suðurlandsslagur ÍBV og Selfoss í Vestmannaeyjum klukkan 14.
Einnig verða leikir í Grill66-deildum kvenna og karla.


Síðast en alls ekki síst má segja að þessi handboltadagur hefjist á síðari viðureign Íslands- og bikarmeistara KA/Þórs og spænsku bikarmeistaranna BM Elche. Flautað verður til leiks í Elche klukkan 11. Mögulegt er að fylgjast með leiknum í gegnum hlekk sem birtur er hér neðst. Til viðbótar verður fylgst með leiknum í stöðu- og textauppfærslu á handbolti.is.


BM Elche vann leikinn í gær með fjögurra marka mun, 22:18, en sé tekið mið af viðureigninni í gær þá á KA/Þórsliðið góða möguleika á að snúa við taflinu í dag.

„Það er fullt af möguleikum – og nú er í raun bara hálfleikur,“ sagði Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs í samtali við Akureyri.net í gær.

Olísdeild karla:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Selfoss, kl. 14 – sýndur á Stöð2Sport.
KA-heimilið: KA – Haukar, kl. 16 – sýndur á Stöð2Sport.
Kaplakriki: FH – Fram, kl. 18 – sýndur á FHtv.
Víkin: Víkingur – Grótta, kl. 18 – sýndur á Víkingurtv.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla má sjá hér.


Grill66-deild kvenna:

Framhús: Fram U – Valur U, kl. 16.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.


Grill66-deild karla:
Digranes: Kórdrengir – Hörður, kl. 19.
Origohöllin: Valur U – Berserkir, kl. 19.30.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.


Evrópubikarkeppni kvenna, 32-liða úrslit, síðari leikur:
Elche, Spáni: BM Elche – KA/Þór, kl. 11. (22:18)

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -