- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Sjö leikja kvöld í tveimur deildum

Leikmenn HK fóru vel af stað í UMSK-mótinu í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Fjörugt handboltakvöld er framundan hér innanlands með fimm leikjum í Olísdeild karla og tveimur í 11. umferð Grill66-deildar kvenna. Þrettánda umferð Olísdeildar karla hófst í gærkvöldi með hörkuleik í Sethöllinni þar sem Selfoss lagði Fram í hnífjöfnum leik, 28:27.


Fyrstu leikir kvöldsins í Olísdeild karla hefjast klukkan 18 og síðan rekur hver annan þar til að flautað verður til leiks Gróttu og FH klukkan 20. Það verður síðasti leikur ársins í deildinni. Að honum loknum verður hlé á leikjum í deildinni til 31. janúar þegar leikmenn Gróttu og HK taka upp þráðinn.

Olísdeild karla:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Stjarnan, kl. 18 – sýndur á Stöð2Sport.
Víkin: Víkingur – KA, kl. 18 – sýndur á Víkingurtv.
Kórinn: HK – Valur, kl. 19.30 – sýndur á HKtv.
Ásvellir: Haukar – Afturelding, kl. 19.30 – sýndur á Haukartv.
Hertzhöllin: Grótta – FH, kl. 20 – sýndur á Stöð2Sport.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla má sjá hér.


Grill66-deild kvenna:
Hertzhöllin: Grótta – Víkingur, kl. 18 – sýndur á Gróttatv.
Framhús: Fram U – ÍR, kl. 19.15.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.


Til viðbótar verður leikið til undanúrslita á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik á Spáni í kvöld. Frakkland og Danmörk mætast klukkan 16.30 og Noregur og Spánn kl. 19.30. Báðir leikir verða í beinni útsendingu rásum RÚV.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -