Dagskráin: Tekst ÍR-ingum að setja strik í reikning HK-inga?

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

HK og ÍR mætast í kvöld í þriðja sinn í úrslitum umspilsins í Olísdeild kvenna. Flautað verður til leiks í Kórnum í Kópavogi klukkan 18.


HK stendur vel að vígi eftir að hafa unnið tvo fyrstu leiki liðanna, 27:25 og 24:21. Það er því að duga eða að drepast fyrir ÍR í kvöld að halda lífi í einvíginu. Takist HK að vinna leikinn í Kórnum í kvöld heldur liðið sæti sínu í Olísdeildinni. Ef ÍR vinnur kemur til fjórðu viðureignarinnar á þriðjudaginn í Austurbergi.Umspil Olísdeildar kvenna, þriðji úrslitaleikur:
Krórinn: HK – ÍR (2:0), kl. 18 – sýndur á HKtv.

a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -