Dagskráin: Þrjú lið geta kvatt sviðið

Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Önnur umferð átta liða úrslita Olísdeildar karla í handknattleik hefst í dag með tveimur leikjum. Einnig getur fyrri umferð umspils um sæti í Olísdeild karla lokið í dag þegar Fjölnismenn sækja Þórsara á Akureyri heim í Höllina í höfuðstað Norðurlands. Flautað verður til leiks klukkan 16.


Fjölnir vann fyrsta leikinn með fjögurra marka mun, 28:24. Takist Fjölni að endurtaka leikinn mætir liðið ÍR sem komst áfram í gær eftir að hafa lagt lið Kórdrengja öðru sinni.


Stjörnumenn þurfa á sigri að halda í TM-höllinni þegar leikmenn ÍBV koma í heimsókn klukkan 16. Eyjamenn unnu með níu marka mun, 36:27, í fyrstu viðureign liðanna sem fram fór í Vestmannaeyjum á fimmtudagskvöld. Takist Stjörnunni að snúa við taflinu fer oddaleikur fram á miðvikudagskvöld í Eyjum.


Reikna má með að ekkert verði gefið eftir þegar Reykjavíkurfélögin Fram og Valur leiða saman hesta sína í Framhúsinu klukkan 18. Valur vann með tíu marka mun á heimavelli á fimmtudaginn, 34:24, í leik þar sem talsvert gekk á innan vallar sem utan.


Olísdeild karla, 8-liða úrslit, 2. umferð:
TM-höllin: Stjarnan – ÍBV, kl. 16 (0:1) – sýndur á Stöð2sport.
Framhús: Fram – Valur, kl. 18 (0:1) – sýndur á Stöð2sport.


Umspil Olísdeildar karla, undanúrslit, 2. umferð:
Höllin Ak.: Þór Ak – Fjölnir, kl. 16 (0:1).

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -