Dagskráin: Toppleikur í Orighöllinni

Úlfhildur Tinna Lárusdóttir og samherjar í Aftureldingu sækja ungmennalið HK heim í Kórinn í dag. Mynd/Raggi Óla

Þrír síðustu leikir 13. umferðar Grill 66-deildar kvenna fara fram í dag. Tvær viðureignir hefjast klukkan 13.30 en klukkan 19.30 verður blásið til leiks ungmennaliðs Vals og Aftureldingar í Origohöllinni á Hlíðarenda. Valur er í öðru sæti deildarinnar og Afturelding í þriðja sæti. Eftir sigur ÍR á Gróttu í gær eru ÍR-ingar farnir að anda ofan í hálsmálið á leikmönnum Aftureldingar í kapphlaupinu um sæti í Olísdeild kvenna á næsta keppnistímabili.

Ekki verður leikið í öðrum deildum Íslandsmótsins í dag.

Grill 66-deild kvenna:
Dalhús: Fjölnir-Fylkir – Fram U, kl. 13.30.
Hleðsluhöllin: Selfoss – Víkingur, kl. 13.30 – sýndur á Selfosstv.
Origohöllin: Valur U – Afturelding, kl. 19.30.
Staðan í Grill 66-deild kvenna.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -