Dagskráin: Toppslagur í Grill 66-deild kvenna

Leikmenn Gróttu sækja ungmennalið Fram heim í dag. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Þrír leikir verða á dagskrá í Grill 66-deildum karla og kvenna í dag. Klukkan hálf tvö mætast í kvennadeildinni ÍR, sem hefur verið á mikilli siglingu upp á síðkastið, og Fjölnir-Fylkir í Fylkishöllinni. Klukkustund síðar leiða tvö af fjórum efstu liðum deildarinnar, ungmennalið Fram og Grótta, saman hesta sína í Framhúsinu.

Klukkan 16 mætast Vængir Júpiters og Hörður frá Ísafirði í Dalhúsum í Grafarvogi. Liðin mættust í fyrstu umferð Grill 66-deildar karla á Ísafirði í september. Vængir unnu leikinn sem var spennandi og skemmtilegur með fjögurra marka mun, 27:23. Síðan hafa Harðarmenn sótt í sig veðrið.

Grill 66-deild kvenna:
Fylkishöll: Fjölnir-Fylkir – ÍR, kl. 13.30.
Framhús: Fram U – Grótta, kl. 14.30.
Staðan í Grill 66-deild kvenna.

Grill 66-deild karla:
Dalhús: Vængir Júpiters – Hörður, kl. 16 – sýndur á Vængir Júpiterstv.
Staðan í Grill 66-deild karla.

a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -