- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Toppslagur og nýtt tromp

Fanney Þóra Þórsdóttir var markahæst hjá FH í dag. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Áfram verður leikið í 4. umferð Grill 66-deild kvenna í handknattleik í kvöld þegar tvö af liðunum í efri hlutanum, FH og ungmennalið Fram, mætast í Kaplakrika klukkan 18.30. Framarar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína meðan FH hefur unnið tvo leiki en tapað einum. Áfram verður leikið í deildinni á morgun og á sunnudag.


Fjórða umferð i Grill66-deild karla hefst í kvöld með tveimur viðureignum sem fram fara í Schenkerhöllinni og í Víkinni. Hefja átti umferðina í Mosfellsbæ í gær en vegna smita kórónuveiru í herbúðum Fjölnis var leik liðsins við Aftureldingu frestað. Einn leikur verður í deildinni á sunnudaginn en fimmta leiknum, á milli Selfoss U og ÍR var frestað vegna þátttöku Selfoss í Evrópubikarkeppninni um helgina. Einhverjir úr leikmannahópi Selfoss eiga einnig sæti í ungmennaliðinu.


Þórsarar tefla fram nýju trompi gegn Berserkjum í Víkinni í kvöld, örvhentri skyttu og hornamanni frá Norður Makedóníu, Tomi Jagurinovski. Handbolti.is sagði síðast frá komu hans í gær.

Grill66-deild kvenna:
Kaplakriki: FH – Fram U, kl. 18.30.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.


Grill66-deild karla:
Ásvellir: Haukar U – Valur, kl. 19.30.
Víkin: Berserkir – Þór Ak, kl 20 – sýndur á Víkingurtv.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -