- Auglýsing -

Dagskráin: Ungmenni frá Selfossi mæta í Austurberg

Einn leikur er á dagskrá Íslandsmótsins í handknattleik karla í kvöld. Ungmennalið Selfoss sækir ÍR-inga heim í Austurberg klukkan 20.15 í Grill66-deild karla. Viðureignin er úr fjórðu umferð en henni varð að fresta á sínum tíma þegar kórónuveira herjaði á Selfyssinga undir lok síðasta mánaðar.Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR tekur út eins leiks bann í kvöld sem hann hlaut fyrir ógætileg ummæli, að mati aganefndar, í viðtali við handbolta.is eftir kappleik á dögunum.


Selfyssingar sýndu það á síðasta föstudag þegar þeir unnu Fjölni í Dalhúsum að þeir eru engin lömb að leika við um þessar mundir.

Grill66-deild karla:
Austurberg: ÍR – Selfoss U, kl. 20.15.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -