- Auglýsing -

Daníel Freyr allt í öllu í dramatískum sigri í Lundi

Daníel Freyr Andrésson markvörðurog félagar í Guif unnu í dag. Mynd/Eskilstuna Guif

Daníel Freyr Andrésson, Aron Dagur Pálsson og samherjar í sænska úrvalsdeildarliðinu Guif frá Eskilstuna unnu dramatískan sigur á Lugi í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld, 29:28, en leikið var í Lundi, heimavelli Lugi. Eftir hnífjafnan leik skoraði Elias Hall sigurmarkið þegar hálf mínúta var eftir. Leikmenn Lugi reyndu allt hvað af tók að jafna metin en tókst ekki.


Guif fór frá Lundi með tvö dýrmæt stig og veitir ekki af ef liðið ætlar sé að ná sæti í úrslitakeppni efstu liðanna átta. Guif er sem stendur í tíunda sæti.


Daníel Freyr lék sannarlega til sín taka. Hann varði níu skot, 34%, þann tíma sem hann stóð í markinu. Þar af varði hann tvö vítaköst. Auk þess skoraði Daníel Freyr eitt mark og átti eina stoðsendingu. Hann var sumsé allt í öllu. Aron Dagur skoraði eitt mark og átti annað markskot sem geigaði.


Staðan í sænsku úrvalsdeildinni:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -