- Auglýsing -
- Auglýsing -

Danir stöðvuðu rússnesku nýliðana

Leikmenn FTC-Rail gátu fagnað eftir að hafa náð fram hefndum gegn Bietigheim. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Áttunda umferð Meistaradeildar kvenna fór fram um helgina þar sem sex leikir voru á dagskrá. Boðið var upp á spennu á flestum stöðum og liðunum sem eru taplaus fækkaði um eitt þegar að nýliðar keppninnar í CSKA töpuðu fyrir Odense Håndbold á útivelli í dag.

Podravka tók á móti franska liðinu Brest þar sem gestirnir héldu sigurgöngu sinni áfram á útivelli þegar þær lögðu þær króatískur 33-29. Þær frönsku hafa nú ekki tapað í fjórum útileikjum í röð og sitja í þriðja sæti B-riðils með tíu stig en Podravka hefur tapað fjórum leikjum í röð og er í sjötta sæti með 2 stig.

Ana Gros fór sem fyrr fyrir sóknarleik Brest en naut góðrar aðstoðar frá Kalidiatou Niakhate og Sladjönu Pop-Lazic en saman skoruðu þær 23 mörk af þeim 33 mörkum sem franska liðið skoraði. Þessi lið munu svo mætast aftur á mánudaginn og er þar um að ræða frestaðan leik frá síðustu helgi.

Omoregie brást bogalistin

CSM Búkaresti og Krim áttust við í Rúmeníu þar sem var mikið jafnræði með liðunum allan tímann en liðin skiptust á að hafa forystuna. Rúmenska liðið skoraði tvö síðustu mörk leiksins og náðu að jafna leikinn 22-22 en fékk tækifæri til að skora úrslitamarkið á lokasekúndum leiksins en Elizabeth Omoregie brást bogalistin.

Buducnost og Valcea áttust við í Svartfjallalandi þar sem bæði lið voru að spila sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni í rúman mánuð og það sást töluvert á leik liðanna. Heimastúlkur byrjuðu leikinn þó betur og eftir 13 mínútna leik voru þær komnar með 6-2 forystu en þá tóku gestirnir við sér og jafnaðist leikurinn út.  Leikurinn var í járnum allan seinni hálfleikinn en svo fór að lokum að heimastúlkur náðu að skora sigurmarkið rétt fyrir lokaflautið og sigruðu því leikinn 29-28.

Hefndu fyrir tapið

Í Þýskalandi áttust við Bietigheim og FTC en þessi sömu lið áttust við í Ungverjalandi um síðustu helgi þar sem þýska liðið vann óvæntan sigur. Það var ljóst strax í byrjun að þær ungversku ætluðu sér að svara fyrir það tap en eftir 17 mínútna leik voru þær komnar í 10-2 forystu. Það dró aðeins saman með liðunum í seinni hálfleik en gestirnir fóru með fjögurra marka sigur 29-25. Þýska liðið er því búið að tapa sjö leikjum og möguleikar þess á að komast áfram úr riðlakeppninni verða fjarlægari með hverjum leik.

Naglbítur í Esbjerg

Það var heldur betur boðið upp á naglbít í Danmörku þegar að Esbjerg tók á móti Rostov-Don þar sem að heimastúlkur mættu til leiks með nýjan leikmann, Nerea Pena sem gekk til liðs við þær frá ungverska liðinu Siofok í vikunni.  

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og munaði bara einu marki á liðunum í hálfleik 13-12 Rostov í vil. Heimastúlkur byrjuðu þó seinni hálfleikinn betur og skoruðu þrjú fyrstu mörkin en þá tók við góður kafli hjá gestunum sem skoruðu 5 mörk gegn einu og þegar um ellefu mínútur voru eftir af leiknum voru gestirnir með fjögurra marka forystu 22-18. Lokasekúndur leiksins voru svo æsispennandi þar sem að Marit Jacobsen leikmaður Esbjerg klikkaði á víti og fögnuðu því leikmenn Rostov-Don eins marks sigri 25-24.

Abbing hetja í Óðinsvéum

Í lokaleik helgarinnar áttust við Odense og CSKA þar sem að heimastúlkur í Odense byrjuðu leikinn betur og voru með 5-2 forystu eftir fjórtán mínútna leik en gestirnir náðu að minnka muninn hægt og rólega fyrir hálfleikinn og var staðan 12-11 fyrir Odense. Þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður náðu leikmenn CSKA góðum kafla þar sem þær komust í þriggja marka forystu 24-21 þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Heimastúlkur neituðu að gefast upp og söxuðu hægt og rólega á þessa forystu og þegar 12 sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 25-25 og lagði danska liðið af stað í sókn þar sem Lois Abbing skoraði 26. mark danska liðsins og var það jafnframt sigurmark leiksins. Þetta var fyrsti ósigur nýliðanna frá Rússlandi í Meistaradeildinni í vetur og þar með mistókst þeim að fara á topp B-riðilsins.

Úrslit helgarinnar

Podravka 29-33 Brest (14-16)
Markaskorarar Podravka: Dejana Milosavljevic 12, Lamprini Tsakalou 5, Dijana Mugosa 4, Azenaide Carlos 4, Dragica Dzono 1, Ana Turk 1, Aneja Beganovic 1, Selena Milosevic 1.
Varin skot: Yuliya Dumanska 4, Magdalena Ecimovic 3.
Markaskorarar Brest: Sladjana Pop-Lazic 8, Ana Gros 8, Kalidiatou Niakate 7, Isabelle Gullden 3, Pauline Coatanea 3, Coralie Lassource 1, Djurdjina Jaukovic 1, Alicia Toublanc 1, Constance Mayny 1.
Varin skot: Cleopatre Darleux 6, Sandra Toft 4.

CSM Búkaresti 22-22 Krim (12-11)
Markaskorarar CSM: Barbara Lazovic 8, Carmen Martin 7, Dragana Cvijic 2, Gabriela Perianu 2, Alexandrina Barbosa 1, Elizabeth Omoregie 1, Laura Moisa 1.
Varin skot: Jelena Grubisic 5, Denisa Dedu 2.
Markaskorarar Krim: Oceane Sercien 6, Matea Pletikosic 6, Samara Da Silva 4, Natasa Lepoja 3, Harma van Kreij 2, Valentina Klemencic 1.
Varin skot: Jovana Risovic 5.

Buducnost 29-28 Valcea (15-14)
Markaskorarar Buducnost: Andrea Lekic 7, Nikolina Vukcevic 6, Itana Grbic 4, Allison Pineau 3, Majda Mehmedovic 3, Katarina Dzaferovic 2, Valeriia Maslova 2, Jovanka Radicevic 1.
Varin skot: Armelle Attingre 6, Barbara Arenhart 4.
Markaskorarar Valcea: Asma Elghaoui 8, Marta Lopez 6, Kristina Liscevic 6, Mireya Gonzalez 4, Corina Lupei 2, Ann Grete Norgaard 1, Jelena Trifunovic 1.
Varin skot: Marta Batinovic 10.

Esbjerg 24-25 Rostov-Don (12-13)
Markaskorarar Esbjerg: Kristine Breistol 6, Sonja Frey 5, Mette Tranborg 5, Marit Malm Frafjord 2, Nerea Pena 2, Marit Jacobsen 2, Vilde Ingstad 1, Annette Jensen 1.
Varin skot: Rikke Poulsen 11.
Markaskorarar Rostov: Iuliia Managarova 6, Vladlena Bobrovnikova 4, Ksenia Makeeva 3, Anna Vyakhireva 3, Viktoriya Borschenko 2, Grace Zaadi 2, Kristina Kozhokar 2, Katarina Krpez-Slezák 1.
Varin skot: Viktoriia Kalinina 14, Galina Gabisova 1.

Bietigheim 25-29 FTC (6-15)
Markaskorarar Bietigheim: Xenia Smits 6, Julia Maidhof 6, Antje Lauenroth 3, Trine Jensen 3, Luisa Schulze 2, Danick Snelder 2, Stine Jorgensen 2, Amelie Berger 1.
Varin skot: Emily Sando 15.
Markaskorarar FTC: Katrin Klujber 8, Aniko Kovacsics 5, Nadine Schatzl 5, Antje Malestein 4, Emily Bölk 2, Noemi Hafra 2, Anett Kisfaludy 1, Anett Kovacs 1, Nikolett Toth 1.
Varin skot: Blanka Bíró 8.

Odense 26-25 CSKA (12-11)
Markaskorarar Odense: Lois Abbingh 9, Rikke Iversen 4, Freja Kyndboel 4, Nycke Groot 2, Mie Hojlund 2, Ayaka Ikehara 2, Sara Hald 1, Jessica Da Silva 1, Helena Hageso 1.
Varin skot: Althea Reinhardt 11, Tess Wester 3.
Markaskorarar CSKA: Ekaterina Ilina 6, Darya Dmitrieva 5, Polina Vedekhina 4, Antonina Skorobogatchenko 4, Polina Gorshkova 2, Kathrine Heindahl 1, Olga Gorshenina 1, Sara Ristovska 1, Anastasiia Illarionova 1.
Varin skot: Polina Kaplina 9, Elena Utkina 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -