Darri bestur á Selfossi

Darri Aronsson, Haukum, með viðurkenningu sína við lok Ragnarsmótsins á Selfossi í dag. Mynd/UMFSelfoss

Darri Aronsson, leikmaður Hauka, var valinn besti leikmaður Ragnarsmótsins í handknattleik karla sem lauk á Selfossi í dag. Darri þótti skara fram úr í sterku liði Hauka sem vann alla þrjá leiki sína í mótinu, þar á meðal úrslitaleikinn við Fram, 27:20, eftir að meira en helmingsmunur var á liðunum á tímabili.


Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson var markahæsti maður mótsins með 15 mörk. Eyjamaðurinn Petar Jokanovic bar af öðrum markvörðum og Stefán Darri Þórsson, Fram, skaraði framúr öðrum sem léku vörn í mótinu. Besti sóknarmaðurinn var valinn Tjörvi Þorgeirsson.


Að vanda valdi þverfagleg nefnd á vegum mótshaldara bestu menn mótsins en Ragnarsmótið fór fram í 33. sinn að þessu sinni og hefur skapað sér fastan sess meðal handknattleiksmanna við upphaf hverrar leiktíðar. Mótið er haldið í minningu um Ragnar Hjálmtýsson ungan handknattleiksmann frá Selfossi sem lést í bílslysi 1988.


Hér er hlekkur á nánari upplýsingar um Ragnarsmótið.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -