- Auglýsing -

Díana Dögg í stóru hlutverki þegar Zwickau vann sögulegt stig

Díana Dögg Magnúsdóttir leikmaður BSV Zachsen Zwickau. Mynd/BSV Sachsen Zwickau

Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði þrjú mörk þegar lið hennar BSV Sachsen Zwickau gerði jafntefli í við Bald Wildungen, 19:19, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Þar með hefur BSV Sachsen Zwickau krækt í þrjú stig í síðustu tveimur leikjum deildarinnar og lyft sér örlítið í burtu frá tveimur neðstu liðunum.+

Um leið var þetta í fyrsta sinn í sögu BSV Sachsen Zwickau sem það vinnur stig á útivelli í þýsku 1. deildinni. Zwickau kom upp í deildina í haust eftir eftir aldarfjórðungsveru í 2. deild.


Auk markanna þriggja fiskaði Díana Dögg eitt vítakast, átti sjö stoðsendingar og stal boltanum þrisvar sinnum af liðsmönnum Bad Wildungen. Til viðbótar fiskaði Díana Dögg tvo leikmenn Bad Wildungen af leikvelli sem ekki höfðu önnur ráð en ganga harkalega fram gegn Eyjakonunni.

„Það var gott að fá stigið þótt þau hefðu mátt vera tvö,“ sagði Díana Dögg við handbolta.is í kvöld. „Við vorum með leikinn í höndunum síðustu tíu mínútunum þegar við náðum tveggja og þriggja marka forskoti en því miður þá hægðum við aðeins of mikið á okkur,“ sagði Díana ennfremur.


Næsti leikur BSV Sachsen Zwickau verður á móti Thüringer HC á heimavelli á laugardaginn og því næst gegn Neckarsulm fjórum dögum síðar á útivelli.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -