Dómarar æfa af krafti með undanþágu frá ráðherra

Kristján Halldórsson leggur dómurum lífsreglurnar við upphaf æfingar í Víkinni í gærkvöld. Mynd/HSÍ

Það var líf og fjör í Víkinni í gærkvöld þar sem handknattleiksdómarar voru við æfingar. Dómarar fengu undanþágu frá heilbrigðisráðuneytinu í lok desember og munu æfa saman þangað til þeir mega flauta að nýju til leiks á Íslandsmótinu.

Eftirlitsmaðurinn góðkunni Kristján Halldórsson stýrir æfingunum en hann hefur mikla reynslu af þjálfun og starfar í dag sem kennari í íþróttafræðum við Háskólann í Reykjavík. Það er gott að vita til þess að bæði liðin og dómararnir undirbúi sig af kappi, vonandi fer keppni af stað sem allra fyrst.

Íslenskir dómarar eru ekki aðeins við æfingar þessa dagana. Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson verða með flautur sína og árvökul augu sín á viðureign Hollendinga og Slóvena í Almeri í Hollandi í kvöld þegar lið þjóðanna mætast í undankeppni EM2022 í karlaflokki.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Fjölnir tyllti sér aftur á toppinn

Fjölnismenn gefa toppsæti Grill 66-deild karla í handknattleik ekki eftir enda voru þeir búnir að sitja í efsta sæti deildarinnar þegar leikir...

Örn Ingi mætti til leiks og Víkingur vann með níu

Víkingar koma öflugir til leiks aftur eftir þriggja og hálfs mánaðar hlé á keppni í Grill 66-deildinni í handknattleik karla. Þeir tóku...

HK byrjaði vel eftir langt hlé

HK hóf keppni í Grill 66-deild karla í handknattleik í kvöld með öruggum sigri á Vængjum Júpíters í Dalhúsum í Grafarvogi, 29:18,...
- Auglýsing -