Dómstóll EHF vísar frá kröfu Rússa

Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Dómstóll Handknattleikssambands Evrópu, EHF, hefur vísað frá kröfu rússneska handknatteikssambandsins um að leikbann rússneskra landsliða og félagsliða verði fellt úr gildi.


Framkvæmdastjórn EHF ákvað 28. febrúar að félagsliðum og landsliðum Rússlands og Hvíta-Rússlands megi ekki keppa á mótum á vegum EHF vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu.Framkvæmdastjórn EHF ítrekaði ákvörðun sína á fundi 17. júní sl. og staðfesti að bannið gildir áfram fyrir næsta keppnistímabil.


Rússar hafa reynt eftir mætti að malda í móinn en ekki haft erindi sem erfiði. Ákvörðun dómstóls EHF í fyrradag verður væntanlega til þess að Rússar verða að leggja niður skottið. Þeir geta þó vísað málinu áfram til áfýjunardómstóls EHF innan sjö daga.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -