- Auglýsing -

Donni átti stórleik í kvöld

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, leikmaður PAUC í Frakklandi. Mynd/PAUC

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, átti stórleik í kvöld með liði sínu PAUC í frönsku 1. deildinni er það lagði Saint-Raphaël með sjö marka mun á útivelli, 31:24, eftir að hafa verið átta mörkum yfir, 21:13, að loknum fyrri hálfleik.

Donni var markahæsti leikmaður vallarins með níu mörk í 12 skotum. Hann skoraði öll mörkin í fyrri hálfleik og var tekinn úr umferð í þeim síðari eftir eftir flugeldasýninguna.

Ekkert markanna skoraði piltur úr vítaköstum enda spreytti hann sig ekki á því. Donni er næst markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með 65 mörk í 12 leikjum. Hann er aðeins tveimur mörkum á eftir Matthieu Ong.


PAUC er í þriðja sæti frönsku 1. deildarinnar með 19 stig að loknum 12 leikjum og er fimm stigum á eftir PSG sem ekki hefur tapað stigi til þessa.

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -