- Auglýsing -

Donni hafði betur gegn Elvari

Elvar Ásgeirsson t.v. og Kristján Örn Kristjánsson, Donni. Mynd/Aðsend

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar í PAUC-Aix unnu öruggan sigur á Nancy, sem Elvar Ásgeirsson leikur með, 38:26, í viðureign liðanna á heimavelli Nancy í kvöld í frönsku 1. deildinni í handknattleik. PAUC, sem þar með hefur unnið tvo fyrstu leiki sína, var með níu marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 20:11.


Donni skoraði fjögur mörk úr jafnmörgum tilraunum. Elvar lék sinn fyrsta leik á tímabilinu eftir að hafa jafnað sig af beinmari á rist eftir högg í leik fyrir meira en mánuði. Hann skoraði þrjú mörk í leiknum í kvöld úr átta tilraunum. Nancy, sem er nýliði í deildinni, er án stiga eftir tvo fyrstu leikina.


Önnur úrslit í deildinni í kvöld:
Chartres – Nimes 28:34
Limoges – Chambery 36:33
St Raphaël – Cesson Rennes 28:21

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -