- Auglýsing -

Donni hafði betur í Íslendingauppgjöri

Elvar Ásgeirsson t.v. og Kristján Örn Kristjánsson, Donni. Mynd/Aðsend

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og félagar í PAUC höfðu betur gegn Elvari Ásgeirssyni og samherjum í Nancy í frönsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld á heimavelli PAUC í suðurhluta Frakklands, 33:27. Með sigrinum komust Donni og félagar upp í annað sæti deildarinnar en Nancy situr áfram á botninum.


PAUC var þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:13. Donni var næst markahæstur hjá PAUC með fimm mörk í tíu skotum. Hann átti einnig eina stoðsendingu. Mathieu Ong var markahæstur með átta mörk.

Elvar var markahæstur hjá Nancy með fimm mörk, þar af eitt úr vítakasti. Til viðbótar átti Elvar þrjár stoðsendingar.


Elvar er markahæsti leikmaður Nancy í deildinni með 57 mörk. Donni er næst markahæsti leikmaður PAUC með 82 mörk.


Staðan í frönsku 1. deildinni:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -