- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dortmund heldur áfram að koma á óvart

Yvette Broch og félagar í CSM Búkarest unnu í Króatíu í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þriðja umferð Meistaradeildar kvenna hófst í dag með fjórum leikjum. Þrír þessara leikja voru í A-riðli og og einn í B-riðli.  Aðalleikur A-riðils var viðureign Rostov-Don og FTC (Ferencvaros) þar sem að ungverska liðið hafði betur,  20:19, og settist þar með í toppsætið í riðlinum.

Þýska liðið Dortmund heldur áfram að koma á óvart í Meistaradeildinni. Í dag vann liðið Brest frá Frakklandi og er komið með fimm stig líkt og FTC á toppi A-riðils.  Í lokaleik riðilsins var það stórleikur Cristinu Neagu sem skoraði 14 mörk fyrir liðið sitt, CSM, gegn Podravka sem hjálpaði rúmenska liðinu að ná í sín fyrstu stig í Meistaradeildinni á leiktíðinni.

Í B-riðli sótti Krim nýliða Kastamonu frá Tyrklandi heim þar sem að slóvenska liðið hafi betur, 24-23, eftir spennuþrunginn leik.

Leikir dagsins

A-riðill:

Rostov-Don 19-20 FTC (8-11).

  • Rostov tókst ekki að skora í fjórtán mínútur í fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að liðið skoraði aðeins 8 mörk í hálfleiknum. Það er lægsta markaskor Rostov Don í 85 leikjum í Meistaradeildinni.
  • Markverðir liðanna stálu senunni í fyrri hálfleik.  Anastasiia Lagina varði átta skot fyrir Rostov og Blanka Bíró varði sjö fyrir FTC.
  • Rússneska liðið átti annan markalausan kafla frá 26. til 35.mínútu. Ungverska liðið nýtti sér það til þess að ná sex marka forystu, 14:8.
  • Blanka Bíro markvörður FTC varði 13 skot í leiknum, þar af dauðafæri sem Ana Sen leikmaður Rostov fékk 13 sekúndum fyrir leikslok. Bíró var valin kona leiksins.
  • FTC hefur nú fimm stig í riðlinum og náði toppsætinu af Rostov.

Dortmund 30-27 Brest (15-9).

  • Alina Grijseels leikstjórnandi Dortmund átti enn einn stórleikinn í dag. Hún skoraði níu mörk og er nú markahæst í Meistaradeildinni með 29 mörk.
  • Þýska liðið hefur jafnað met sitt yfir flesta leiki án ósigurs en fyrra metið var frá janúar og febrúar á þessu ári.
  • Brest á í miklum vandræðum með sóknarleik sinn. Liðið hefur aðeins skorað 25,7 mörk að meðaltali í þremur leikjum Meistaradeildarinnar á keppnistímabilinu.
  • Dortmund og FTC eru jöfn með fimm stig og eru einu taplausu liðin í A-riðli.

Podravka 31-36 CSM Búkaresti (15-16).

  • Líkt og í fyrstu tveimur leikjum sínum þá byrjuðu leikmenn Podravka af miklum krafti en svo fjaraði undan þeim þegar leið á leikinn.
  • Eftir að hafa aðeins skorað fjögur mörk fyrir CSM í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins í Meistaradeildinni náði Cristina Neagu sér heldur betur á strik í dag þegar hún skoraði 14 mörk.
  • Þetta er mesta markaskor rúmenska liðsins í Meistaradeildinni frá því að það skoraði 36 mörk gegn FTC í október 2018.

B-riðill:

Kastamonu 23-24 Krim (9-12).

  • Katarina Krpez-Slezak leikmaður Krim lauk leiknum sem markahæst  með níu mörk. Hún skoraði sex markanna í fyrri hálfleik.
  • Snemma í seinni hálfleik náði slóvenska liðið fimm marka forystu, 15-10. Frábær frammistaða hjá Marinu Rajcic markverði Kastamonu kom tyrkneska liðinu inní leikinn á ný. Það náði að jafna metin, 21-21, þegar fjórar mínútur voru til leiksloka.
  • Krim náði þá frumkvæðinu á nýjan leik og komst yfir, 24-22,  þegar um mínúta var eftir af leiknum.
  • Krim náði í sín fyrstu stig í Meistaradeildinni með sigrinum en tyrknesku meistararnir eiga enn eftir að krækja í stig á tímabilinu.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -