Dregið í riðla fyrir HM kl. 17 – bein útsending

Mynd/EPA

Klukkan 17 hefst athöfn á Gíza sléttunni í nágrenni Kaíró, nærri pýramídunum mögnuðu, þar sem dregið verður í riðla fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Egyptalandi frá 13. til 31. janúar á næsta ári. Handbolti.is tengist beinni útsendingu í gegnum netið frá viðburðinum. Til að fylgjast með útsendingunni þarf að smella á myndina hér að neðan.

Styrkleikaflokkarnir eru sem hér segir:

1.flokkur: Danmörk, Spánn, Króatía, Noregur, Slóvenía, Þýskaland, Portúgal, Svíþjóð.

2.flokkur: Egyptaland, Argentína, Austurríki, Ungverjaland, Túnis, Alsír, Katar, Hvíta-Rússland.

3.flokkur: Ísland, Brasilía, Úrúgvæ, Tékkland, Frakkland, Kórea, Japan, Barein.

4.flokkur: Angóla, Grænhöfðaeyjar, Marokkó, Kongó, Pólland, Rússland auk tveggja ríkja frá norður-Ameríku og Karabíaeyjum. Vegna covid19 farsóttarinnar er undankeppni ekki lokið.

Dregið verður í átta riðla með fjórum liðum í hverjum. Fyrst verður dregið úr fjórða flokki. Fyrsta lið sem dregið verður hafnar í A-riðli, næsta fer í B-riðil og síðan koll af kolli.

Eftir að öll liðin úr fjórða flokki hafa verið dregin í riðla verður sami háttur hafður á með liðin úr þriðja flokki. Í kjölfarið verða liðin úr fyrsta flokki.

Þegar liðin úr fyrsta, þriðja og fjórða flokki hafa verið dregin í riðla kemur að heimamönnum, Egyptum, að velja sér riðil. Reglan er sú að heimaliðið velur sér riðil.  Þegar Egyptar hafa gert upp hug sinn kemur röðin að því að draga þau sjö lið sem eftir verða í öðrum flokki í riðlana sjö sem eftir standa.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Valur dregur lið sitt úr keppni

Valur hefur ákveðið að draga kvennalið sitt til baka úr þátttöku í Evrópukeppni félagsliðs vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta staðfestir Ágúst Þór Jóhannsson,...

Ágúst Elí fór hamförum

Landsliðsmarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson átti stjörnuleik í kvöld með KIF Kolding þegar liðið vann granna sína í Fredericia, 31:22, í dönsku úrvalsdeildinni...

Allt gekk á afturfótunum í seinni hálfleik

Daníel Freyr Andrésson og samherjar í Guif fengu slæman skell á heimavelli í kvöld í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar þeir tóku...
- Auglýsing -