Efnilegur Eyjamaður heldur sig á heimavelli

Arnór Viðarsson (20) horfir á eftir Tjörva Þorgeirssyni i undanúslitaleik Coca Cola-bikarsins fyrir ári. Mynd/HSÍ

Handknattleiksmaðurinn ungi, Arnór Viðarsson, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild ÍBV.


Arnór, sem er 18 ára gamall, hefur vakið mikla athygli með ÍBV-liðinu á keppnistímabilinu. Hans hlutverk hefur á tíðum verið veigamikið vegna fjarveru nokkurra leikmanna vegna meiðsla. Arnór hefur leikið með meistaraflokki undanfarin tvö ár og vóg frammistaða hans þungt í leikjum ÍBV í úrslitahelgi bikarkeppninnar fyrir ári.


„Arnór er mjög líkamlega sterkur og kraftmikill leikmaður, sem gefur ekkert eftir hvort sem er í vörn eða sókn. Hann er sömuleiðis mikilvægur klúbbnum okkar utan vallar, þar sem hann er iðulega klár í hin ýmsu verkefni og hefur m.a. starfað við þjálfun 6.flokks kvenna í vetur við góðan orðstír,“ segir m.a. í tilkynningu frá Handknattleiksdeild ÍBV í morgun.

Arnór er að minnsta kosti þriðji leikmaður ÍBV-liðsins sem endurnýjar samning sinn á skömmum tíma. Dagur Arnarsson og Petar Jokanovic gerðu slíkt hið sama á dögunum.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -