- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eftir 27 leiki í röð kom að tapinu

Teitur Örn Einarsson, leikmaður Flensburg. Mynd/Flensburg Handewitt
- Auglýsing -

Eftir 27 leiki í röð án taps, þar af 16 í þýsku 1. deildinni á þessari leiktíð, þá máttu leikmenn SC Magdeburg sætta sig við tap í dag í heimsókn sinni til Flensburg sem hefur verið á gríðarlegu skriði síðustu vikur, 30:27.

Flensburg, með Teit Örn Einarsson innanborðs, er þar með komið upp í annað sæti deildarinnar með 27 stig, er fimm stigum á eftir Magdeburg.

Íslendingarnir komu mikið við sögu í leiknum. Selfyssingarnir Teitur Örn og Ómar Ingi Magnússon voru allt í öllu í sínum liðum í leiknum. Teitur Örn skoraði fjögur mörk í fimm skotum fyrir Flensburg og átti þar að auki þrjár stoðsendingar. Ómar Ingi skoraði sex mörk í níu skotum, þar af tvö úr vítaköstum fyrir lið Magdeburg. Einnig átti hann fimm stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt mark úr þremur tilraunum og átti eina stoðsendingu fyrir Magdeburg.


Flensburg var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:11. Fljótlega í síðari hálfleik náði liðið í tvígang sex marka forskoti, 23:17. Leikmenn Flensburg gáfu lítið sem ekkert eftir en þeir voru enn sex mörkum yfir, 29:23, þegar skammt var til leiksloka.

Hampus Wanne var markahæstur hjá Flensburg í leiknum með sjö mörk. Daniel Pettersson var atkvæðamestur hjá Magdeburg. Hann skorað einnig í sjö skipti.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -