- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eftir tvo stórleiki er Eyjamaðurinn í liði umferðarinnar

Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach, og Hákon Daði Styrmisson. Mynd/Philipp Ising
- Auglýsing -

Hákon Daði Styrmisson er í úrvalsliði fjórðu umferðar þýsku 2. deildarinnar í handknattleik eftir frábæran leik með Gummersbach um síðustu helgi þegar liðið sótti Grosswallstadt heim og vann stórsigur, 32:24. Hákon Daði skoraði tíu mörk í leiknum, þar af tvö úr vítaköstum.


Þetta var annar leikurinn í röð þar sem Hákon Daði skorar tíu mörk í leik með Gummersbach. Hann er í 16. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með 23 mörk í fjórum leikjum. Hefur hann skorað flest mörk Íslendinga í deildinni það sem af er leiktíð.


Hákon Daði gekk til liðs við Gummersbach í sumar frá ÍBV. Hann leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar sem þjálfar liðið. Í leikmannahópi Gummersbach er m.a. annar Eyjamaður, Elliði Snær Viðarsson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -