- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ég er mjög stoltur af árangrinum

Guðmundur Þórður Guðmundsson fer á ný til Danmerkur. Mynd/Mummi Lú - HSÍ
- Auglýsing -

„Ég var mjög sáttur við frammistöðuna í dag því það var ekki einfalt að „mótivera“ sig fyrir þennan leik vegna þess að við vorum öruggir áfram í lokakeppni EM. Við höfum stundum leikið betur en það var engu að síður margt jákvætt í þessu hjá okkur,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla við handbolta.is, eftir tíu marka öruggan sigur, 39:29, á Ísraelsmönnum í lokaumferð undankeppni EM í Schenkerhöllinni á Ásvöllum síðdegis í gær.

„Varnarleikurinn var flottur á köflum og sóknarleikurinn gekk nokkuð vel. Það var gott klára undankeppnina á jákvæðum nótum,“ sagði Guðmundur sem sagði leikinn í gær hafa verið upp á sigur og heiður.

„Við erum klárlega með betra lið en Ísraelsemenn, en það er eitt að segja það og annað að sýna fram á það. Eins og ég hef sagt margoft áður þá er ekkert gefins í þessu bransa lengur. Það var kannski einu sinni og menn verða að átta sig á að sá tími er liðinn. Nú eru allir leikir erfiðir. Lið fara ekki í gegnum svona leik án þess að leggja hart að sér til til þess að vinna. Þótt við höfum unnið tíu marka sigur þá þarf að leggja sig fram því ef andstæðingi eins og Ísraelsmönnum er veitt tækifæri þá geta leikirnir orðið mjög erfiðir,“ sagði Guðmundur Þórður.

Þrettánda stórmótið

Íslenska landsliðið hefur nú tryggt sér keppnisrétt í lokakeppni EM í 12. sinn í röð, þar af í sjötta skipti  undir stjórn Guðmundar Þórðar.

„Þetta er í þrettánda sinn sem ég er þjálfari landsliðs sem tryggir sér keppnisrétt á stórmóti, í fjórtán tilraunum. Tilfinningin er alltaf svolítið sérstök  fyrir mig sem þjálfara að ljúka einum áfanga. Þetta er jafnframt fjórða stórmótið í röð sem íslenska landsliðið kemst inn á eftir að ég tók aftur við sem landsliðsþjálfari 2018.

Ég er mjög stoltur af árangrinum á sama tíma og miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum. Nú um stundir eru margir frá keppni vegna meiðsla af þeim hefðu komið til álita. Til að mynda er allir miðjumennirnir úr leik. Fyrir vikið er skarð fyrir skildi líka og mjög jákvætt að við skulum vera á þessum stað í dag,“ sagði Guðmundur ennfremur.

Sveinn stimplaði sig inn

Spurður hvort honum þyki breiddin í leikmannahópnum hafa aukist með þremur síðustu leikjum en nokkrir leikmenn komu inn í hópinn fyrir leikina sem lítið sem ekkert hafa verið með landsliðinu undanfarin ár, svaraði Guðmundur:

„Sveinn Jóhannsson er dæmi um leikmann stimplaði sig rækilega inn í síðustu þremur leikjum. Þar er klárlega á ferðinni framtíðarmaður. Það var mjög jákvætt að sjá hann og fleiri stóðu sig vel,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -