- Auglýsing -

Egill og Ásbjörn skutu Aftureldingu á kaf

Egill Magnússon, FH, fór á kostum í Mosfellsbæ í kvöld. Mynd/J.L.Long

FH fór upp í annað sæti Olísdeildar karla í handknattleik með öruggum sigri á Aftureldingu, 31:26, að Varmá í kvöld. FH-ingar eru nú einu stigi á eftir Haukum sem tróna á toppnum en liðin mætast á miðvikudagskvöldið í Kaplakrika. Afturelding er í sjötta sæti með 10 stig og hefur fengið Selfoss upp að hlið sér. Mosfellingar hafa dregist nokkuð aftur út efstu liðunum fimm.


FH var þremur mörkum yfir í hálfleik, 14:11. Fyrstu 20 mínútur leiksins voru jafnar en Hafnafjarðarliðið komst fram úr á síðustu tíu mínútunum með því að skora fimm af síðustu mörkum hálfleiksins á tíu mínútna kafla.


FH-ingar náðu fljótlega fimm marka forskoti í síðari hálfleik og héldu því forskoti meira og minna allt til loka. Aftureldingarmenn voru á eftir allan hálfleikinn og tókst aldrei að brjóta á bak aftur varnarleik FH-inga.

Ásbjörn Friðriksson fór á kostum annan leikinn í röð. Mynd/J.L.Long


Egill Magnússon átti stórleik fyrir FH og skoraði 12 mörk. Ásbjörn Friðriksson fór einnig á kostum og skoraði 10 mörk. Mosfellingar réðu ekki við þá tvo. Þess utan voru Ágúst Birgirsson og Jón Bjarni Ólafsson afar öflugir í varnarleik FH-inga. Á þeim brotnuðu margar sóknir Aftureldingarliðsins að þessu sinni.

Mörk Aftureldingar: Guðmundur Bragi Ástþórsson 10/6, Blær Hinriksson 6, Þrándur Gíslason Roth 4, Bergvin Þór Gíslason 1, Þorsteinn Leó Gunnarsson 1, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 1, Birkir Benediktsson 1, Sveinn Andri Sveinsson 1.
Varin skot: Andri Sigmarsson Scheving 15, 37,5% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 1, 14,3%.

Mörk FH: Egill Magnússon 12, Ásbjörn Friðriksson 10/4, Jón Bjarni Ólafsson 3, Ágúst Birgisson 2, Leonharð Þorgeir Harðarson 1, Gytis Smantauskas 1, Birgir Már Birgisson 1, Jakob Martin Ásgeirsson 1.
Varin skot: Phil Döhler 14/1, 35%.


Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla er að finna hér.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -