- Auglýsing -
- Auglýsing -

Egyptar meistarar í áttunda sinn – HM riðlarnir liggja fyrir

Kátir leikmenn egypska landsliðsins á síðustu Ólympíuleikum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Egyptaland vann í kvöld Afríkukeppni karla í handknattleik. Egyptar unnu Grænhöfðeyinga örugglega í úrslitaleiknum í Kaíró, 37:25, eftir að hafa verið 12 mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 24:12.


Eftir afar góða leiki í mótinu þá tókst liði Grænhöfðaeyja ekki að velgja Egyptum undir uggum í úrslitaleiknum. Grænhöfðeyingar lentu fljótlega undir og áttu á brattann að sækja upp frá því.


Þetta er í áttunda sinn sem Egyptar verða Afríkumeistarar í handknattleik karla. Þeir komust einum vinningi upp fyrir Alsírbúa að þessu sinni en eru enn tveimur vinningum á eftir Túnisbúum sem unnið hafa keppnina í tíu skipti.


Fyrr í dag unnu Marokkóbúar lið Túnis, 28:24, í leiknum um bronsverðlaunin. Ár og dagur eru liðin síðan landslið Marokkó vann til verðlauna á Afríkumóti karla.


Með lokum Afríkukeppninnar er loksins ljóst hvernig riðlar heimsmeistaramótsins í handknattleik karla í janúar á næsta ári verða skipaðir.


Egyptaland, Grænhöfðaeyjar, Marokkó, Túnis og Alsír keppa fyrir hönd Afríku á HM.

A:SpánnSvartfj.landChileÍran
B:FrakklandPóllandS-ArabíaSlóvenía
C:SvíþjóðBrasilíaGrænh.eyjarÚrúgvæ
D:ÍslandPortúgalUngv.landS-Kórea
E:ÞýskalandKatarSerbíaAlsír
F:NoregurN-MakedóníaArgentínaHolland
G:Egyptal.KróatíaMarokkóBandaríkin
H:DanmörkBelgíaBareinTúnis

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -