- Auglýsing -
- Auglýsing -

EHF slær ekkert af – 14 dagar verða að líða

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Fjórtán dagar verða að líða frá því að leikmaður greinist smitaður af covid þangað til að hann fær að taka þátt í leikjum Evrópumótsins í handknattleik karla sem hefst 13. janúar í Ungverjalandi og Slóvakíu.

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur staðfest þessar reglur bæði við TV2 í Danmörku og Aftonbladet í Svíþjóð.

Þetta þýðir að margir leikmenn sem hafa smitast nú á upphafsdögum ársins taka ekki þátt í fyrstu leikjum landsliða sinna á EM. Þar af leiðandi er ljóst að sumir þeirra eru úr leik þar sem helmingur landsliðanna fer heim að riðlakeppninni lokinni. Riðlakeppnin stendur yfir frá 13. til og með 18. janúar.


Sem dæmi má nefna að Króatarnir Luka Cindric og Dumagoj Duvnjak greindust smitaðir í dag. Þeir verða þar af leiðandi ekki gjaldgengir á mótinu fyrr en 18. janúar, daginn eftir að Króatar leika sinn síðasta leik í riðlakeppninni.

Leikmenn sem greinast smitaðir við komuna til Ungverjalands eða við upphaf mótsins geta gleymt því að taka þátt í mótinu svo ekki sé talað um þá sem verða svo óheppnir að greinast smitaðir eftir að mótið verður hafið.


Fullvíst má telja að covid á eftir að setja strik í reikninginn hjá flestum landsliðum á EM því smitaðir hafa greinst í mörgum þeirra síðustu daga. Nýjustu fregnir eru frá Serbum þar sem sex leikmenn reyndust smitaðir í dag. Af þeim sökum hefur báðum vináttuleikjum Serba og Þjóðverja sem fyrirhugaðir voru 7. og 9. janúar verið slaufað.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -