- Auglýsing -
- Auglýsing -

Höfum skyldum að gegna

Timo Kastening landsliðsmaður Þýskalands og leikmaður MT Melsungen. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þýski landsliðsmaðurinn Timo Kastening segist verða fyrsti maður til að gefa kost á sér í landsliðið verði eftir því sóst. Hann var í þýska landsliðinu sem lék gegn Bosníu og Eistlandi í undankeppni EM í byrjun þessa mánaðar. Kastening segir jafnframt að menn eigi að hafa val um það hvort þeir vilji taka þátt í HM í handknattleik eða ekki.

Margir leikmenn hafa komið fram á síðustu dögum og gagnrýnt að það standi til að halda HM í Egyptlandi í janúar eins og staðan er í útbreiðslu kórónuveirunnar.

Við erum fyrirmyndir


„Við erum fyrirmyndir, ekki aðeins inni á vellinum heldur einnig utan vallar og verðum m.a. að vera til fyrirmyndar þegar kemur að sóttvörnum. Við eigum hinsvegar einnig skyldum að gegna gangvart okkar íþrótt sem andlit hennar,“ segir Kastening sem leikur með Melsungen sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar og Arnar Freyr Arnarsson leikur með.

Kastening er í sóttkví um þessar mundir eftir að smit kom upp innan hans liðs á dögunum í framhaldi af þátttöku þýska landsliðsins í undankeppni EM.

HM er það stærsta


„Heimsmeistaramót eru það stærsta í okkar íþrótt. Ef við hundsum það getur það haft alvarleg áhrif á íþróttina á alþjóða vísu. Athyglin getur dregist saman, sjónvarpssamningar þurrkast út og áhugi almennings minnkar. Það er nokkuð sem við megum ekki verða valdir að,“ segir Timo Kastening landsliðsmaður Þýskalands.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -