- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ein sú öflugasta kveður handknattleikssviðið

Handknattleikskonan þrautreynda, Sólveig Lára Kjærnested, hefur ákveðið að láta gott heita inni á handknattleiksvellinum eftir frábæran feril. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Ein öflugasta handknattleikskona landsins um langt árabil, Sólveig Lára Kjærnested, hefur ákveðið að leggja keppnisskóna á hilluna. Handknattleiksdeild Stjörnunnar greinir frá ákvörðun Sólveigar Láru en hún hefur leikið fyrir Stjörnuna nær allan sinn meistaraflokksferil að vetrinum 2004/2005 undanskildum. Þá var hún í herbúðum þýska 1. deildarliðsins Tus Weibern.


Alls hefur Sólveig Lára verið í Stjörnunni í 20 ár og á glæstan feril að baki, bæði hjá félagsliðum og landsliði Íslands og ævinlega verið í kjölfestuhlutverki.


Sólveig Lára byrjaði í handbolta 9 ára hjá ÍR þar sem hún spilaði mjög ung sinn fyrsta meistaraflokksleik. Hún skipti yfir í Stjörnuna 15 ára og hefur síðan verið í Garðabænum, fyrir utan árið í Þýskalandi.


Sólveig Lára hefur orðið Íslandsmeistari með Stjörnunni í þrjú skipti, bikarmeistari fimm sinnum og deildarmeistari í þrígang. Ásamt því hefur hún tekið þátt í Evrópukeppni félagsliða með félaginu.


Sólveig Lára á 63 landsleiki með landsliði Íslands. Hún var m.a. í íslenska landsliðinu sem tók í fyrsta sinn þátt í stórmóti, EM 2010 í Danmörku. Á þeim tíma var hún með fáeinna mánaða gamal barn á brjósti en lét það ekki stöðva sig í að vera í toppformi og taka þátt í leikjum mótsins.


„Barátta og þrauseigja einkennir Sollu sem leikmann. Hún gefur allt sitt í öll verkefni og er draumur hvers þjálfara. Það kemur ekki á óvart að hún hefur lengi verið fyrirliði Stjörnuliðsins, og það hjá 4 mismunandi þjálfurum.


Það verður mikill missir af Sollu á vellinum, ekki bara fyrir Stjörnuna heldur einnig íslenskan kvennahandbolta. Erum við bæði stolt og þakklát fyrir að hafa tekið stóran þátt í hennar ferli,“ segir m.a. í tilkynningu á Facebook-síðu Stjörnunnar í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -