- Auglýsing -
- Auglýsing -

Einar Bragi skoraði 16 mörk – úrslit og markaskor dagsins

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Nýliðar HK í Olísdeild karla fengu sitt fyrsta stig í deildinni í dag er þeir gerðu jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum í ógurlegum markaleik, 39:39. Segja má að það hafi verið Eyjamenn sem hafi krækt í jafnteflið því þeir jöfnuðu metin undir lokin auk þess sem HK átti síðasta upphlaup leiksins og átti þess kost að krækja í bæði stigin á síðustu sekúndum. Allt kom þó fyrir ekki. ÍBV var fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 20:15.


Einar Bragi Aðalsteinsson fór á kostum og skoraði 16 mörk fyrir HK og hefur enginn skorað fleiri mörk í einum leik í Olísdeildinni á þessari leiktíð. Einar Bragi átti 24 skot á markið í leiknum.

Þetta voru ekki einu óvæntu úrslit dagsins í Olísdeildinni því Selfoss gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Vals í Origohöllinni, 28:26. Selfoss var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14:12. Valur komst yfir þegar á leið síðari hálfleik en leikmenn Selfoss sneru taflinu við á ný og voru fjórum mörkum yfir, 27:23, þegar skammt var til leiksloka.

Poulsen átti stórleik

Vilhelm Poulsen tryggði Fram annað stigi í viðureign liðsins við Aftureldingu í Olísdeild karla þegar liðin mættust seint í kvöld í Framhúsinu í 11. umferð deildarinnar, 27:27. Poulsen fór á kostum í leiknum og skoraði 12 mörk, þar af þrjú úr vítaköstum og var besti maðurinn vallarins.


Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 12:12. Jafnt var á nær öllum tölum í leiknum og niðurstaðan þar með sanngjörn í rimmu liðanna sem nú skipa sjöunda og áttunda sæti deildarinnar.


Magnús Gunnar Erlendsson lék með Fram eftir nokkurra ára fjarveru. Hann hefur tekið að sér að hlaupa í skarðið fyrir Lárus Helga Ólafsson sem verður frá keppni út árið hið minnsta. Magnús Gunnar kom í markið hjá Fram á lokasprettinum og virtist ekki hafa neinu gleymt.

Staðan í Olísdeild karla.

Fram – Afturelding 27:27 (12:12).
Mörk Fram: Vilhelm Poulsen 12/3, Breki Dagsson 4, Rógvi Dahl Christiansen 3, Kristinn Hrannar Bjarkason 3, Ólafur Jóhann Magnússon 3, Stefán Darri Þórsson 1, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 6, 23,1% – Magnús Gunnar Erlendsson 5, 41,7%.
Mörk Aftureldingar: Þrándur Gíslason Roth 6, Guðmundur Bragi Ástþórsson 6/1, Árni Bragi Eyjólfsson 5/1, Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson 2, Birkir Benediktsson 2, Þorsteinn Leó Gunnarsson 2, Bergvin Þór Gíslason 1, Kristófer Máni Jónasson 1, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 1, Blær Hinriksson 1.
Varin skot: Andri Sigmarsson Scheving 10, 33,3% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 3, 33,3%.


ÍBV – HK 39:39 (20:15).
Mörk ÍBV: Kári Kristján Kristjánsson 6/2, Dagur Arnarsson 6, Arnór Viðarsson 5, Ásgeir Snær Vignisson 4, Dánjal Ragnarsson 4, Gabríel Martinez Róbertsson 4, Rúnar Kárason 3, Gauti Gunnarsson 2, Sveinn Jose Rivera 2, Róbert Sigurðarson 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson 1.
Varin skot: Björn Viðar Björnsson 11, 37,9% – Petar Jokanovic 2, 8,7%.

Mörk HK: Einar Bragi Aðalsteinsson 16/3, Sigurður Jefferson Guarino 7, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 7, Kristján Ottó Hjálmsson 3, Hjörtur Ingi Halldórsson 2,Kristján Pétur Barðason 2, Elías Björgvin Sigurðsson 1/1, Sigurvin Jarl Ármannsson 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmunsson 11, 22% – Ingvar Ingvarsson 1, 100%.


Valur – Selfoss 26:28 (12:14).
Mörk Vals: Finnur Ingi Stefánsson 6/2, Tjörvi Týr Gíslason 4, Vignir Stefánsson 3, Tumi Steinn Rúnarsson 3/1, Einar Þorsteinn Ólafsson 3, Benedikt Gunnar Óskarsson 2, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Arnór Snær Óskarsson 1, Agnar Smári Jónsson, Stiven Tobar Valencia 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 10, 26,3%.
Mörk Selfoss: Alexander Már Egan 6, Richard Sæþór Sigurðsson 5, Ísak Gústafsson 4, Hergeir Grímsson 4, Guðmundur Hólmar Helgason 3/1, Einar Sverrisson 3, Árni Steinn Steinþórsson 1, Karolis Stropus 1, Elvar Elí Hallgrímsson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 13, 34,2% – Sölvi Ólafsson 0.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -