- Auglýsing -
- Auglýsing -

Einar Þorsteinn kallaður inn í landsliðið í fyrsta sinn

Björgvin Páll Gústavsson og Einar Þorsteinn Ólafsson og félagar í Val taka á móti Víkingum í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Einar Þorsteinn Ólafsson, leikmaður Vals, er á meðal 21 leikmanns sem Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla hefur valið til æfinga hér á landi í næstu viku. Einar Þorsteinn, sem hefur farið á kostum með Valsliðinu síðasta árið, hefur ekki fyrr verið valinn í A-landsliðshópinn. Hann er jafnframt aðeins annar af tveimur leikmönnum í hópnum sem leikur með íslensku félagsliði.

KA-maðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson er í landsliðshópnum. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Fleiri ný eða nýleg andlit eru í landsliðshópnum. Má þar nefna markverðina Daníel Frey Andrésson og Grétar Ara Guðjónsson. Elvar Ásgeirsson liðsmaður Nancy sem valinn var í vor en varð að draga sig út úr hópnum þá vegna veikinda, kemur inn aftur. Eins er Hákon Daði Styrmisson í hópnum að þessu sinni. Haukur Þrastarson er í hópnum en hann hefur verið fjarri síðasta árið vegna meiðsla. Óðinn Þór Ríkharðsson hornamaður KA er í hópnum en hann var síðast með fyrir um ári í leikjum við Litáen í undankeppni EM.


Æfingabúðirnar sem hefjast á mánudaginn og standa yfir í viku marka upphaf að undirbúningi landsliðsins fyrir þátttöku á EM 2022 sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu. Allar æfingar liðsins fara fram á höfuðborgarsvæðinu.


Að æfingavikunni lokinni kemur landsliðið ekki saman aftur fyrr en eftir áramót en þá hefst lokaundirbúningur fyrir EM. Þá verða m.a. spilaðir tveir vináttulandsleikir gegn Litáen hér heima áður en haldið verður til Ungverjalands.

Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður í handknattlek og liðsmaður SC Magdeburg kemur af krafti inn í landsliðshópinn eftir meiðsli. Mynd/EPA


Markmenn:
Daníel Freyr Andrésson, Guif (2/0).
Grétar Ari Guðjónsson, Nice (7/0).
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndbold (25/1).

Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (63/76).
Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (152/593).
Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo (82/230).
Einar Þorsteinn Ólafsson, Val (0/0).
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (13/14).
Elvar Ásgeirsson, Nancy (0/0).
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (46/120).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (32/51).
Haukur Þrastarson, Lomza Vive Kielce (20/22).
Hákon Daði Styrmisson, Gummersbach (6/23).
Kristján Örn Kristjánsson, PAUC Handball (12/18).
Óðinn Þór Ríkharðsson, KA (14/44).
Ólafur Andrés Guðmundsson, Montpellier Handball (133/266).
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (56/150).
Sveinn Jóhannsson, SönderjyskE Håndball (12/24).
Teitur Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (21/22).
Viggó Kristjánsson, Stuttgart (21/55).
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (52/23).

Meðal leikmanna sem hafa verið í eldlínunni með landsliðinu á undanförnu ári eða svo en eru ekki í æfingahópnum að þessu sinni má nefna markverðina Ágúst Elí Björgvinsson og Björgvin Pál Gústavsson. Einnig Arnór Þór Gunnarsson, Alexander Petersson, Kári Kristján Kristjánsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Janus Daða Smárason, Oddur Gretarsson, Magnús Óla Magnússon, Tandri Már Konráðsson og Daníel Þór Ingason.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -