- Auglýsing -
- Auglýsing -

Einstakur árangur og messufall í Veszprém

Luis Frade leikmaður Barcelona og Dmytro Horiha liðsmaður Motor í leiknum í Barcelona í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Aron Pálmarsson lék með Barcelona í kvöld þegar liðið lauk keppni í B-riðli Meistaradeildar Evrópu með sigri eins og í öllum öðrum leikjum sínum í keppninni á leiktíðinni. Barcelona vann í kvöld Motor Zaporozhye frá Úkraínu, 42:34, á heimavelli eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 23:18.


Árangur Barcelona í keppninni er einstakur. Liðið lék 14 leiki og vann þá alla og flesta með nokkrum mun þrátt fyrir erfiðar aðstæður á tímabilinu vegna kórónuveirunnar.


Aron skoraði fjögur mörk í leiknum í kvöld. Dika Mem var atkvæðamestur leikmanna Barcelona. Hann skoraði átta mörk. Aleix Abelló og Aitor Bengischea skoruðu fimm mörk hvor.

Eins og stundum áður var Viachaslau Bokhan markahæstur hjá Motor með 11 mörk. Gintaras Savukynas fyrrverandi leikmaður Aftureldingar er þjálfari Motor og Roland Eradze er aðstoðarþjálfari. Liðið hafnaði í fimmta sæti B-riðils með 14 stig eftir jafnmargra leiki.

Leikmenn Nantes og Veszprém ræða málin eftir hætt var við leik liðanna þeirra í Ungverjalandi í kvöld. Mynd/EPA


Til stóð að Veszprém og Nantes mættust í kvöld í B-riðli. Leiknum var frestað á elleftu stundu eftir að í ljós kom að einn starfsmaður leiksins var smitaður af kórónuveirunni. Ekki var sagt hver það var, aðeins EFH official, sem gæti verið annar dómarinn eða báðir nú eða þá eftirlitsmaður.

Uppfært kl. 21:25: Ungverska sjónvarpið staðhæfir að annar dómarinn sem átti að halda uppi röð og reglu á leik Veszprém og Nantes hafi greinst með kórónuveiruna. Niðurstaða í prófi sem hann gekkst undir í morgun hafi reynst jákvætt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -