- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert hik á ÍR-ingum og Fjölnismönnum

Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍR og Fjölnir unnu bæði leiki sína í Grill66-deild karla í handknattleik í kvöld og sitja þar með í tveimur efstu sætum deildarinnar með 20 stig hvort, ÍR að loknum 11 leikjum en Fjölnir eftir 12 leiki. Hörður er í þriðja sæti tveimur stigum á eftir auk þess að eiga leik til góða á Fjölnismenn.


ÍR vann öruggan sigur á Vængjum Júpíters í Austurbergi, 33:25. Þetta var fyrsti leikur ÍR-inga í deildinni síðan 18. desember. Þeir virtust hinir sprækustu þrátt fyrir langt hlé frá leikjum og gerðu út um viðureignina strax í fyrri hálfleik. Að honum loknum var ÍR með níu marka forskot, 17:8.


Berserkir, sem unnu um síðustu helgi sinn fyrsta leik á Íslandmótinu, tókst ekki að fylgja honum eftir á heimavelli í kvöld. Fjölnismenn gáfu aldrei færi á sér og unnu með sjö marka mun, 30:23, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16:12.


Það þykir reyndar orðið talsvert fréttaefni eitt og sér um þessar mundir þegar tekst að leika á Íslandsmótinu í handknattleik þessa daga vegna smita, sóttkvía og einangrunar hjá flestum leikmönnum í nær öllum deildum.


ÍR – Vængir Júpíters 33:25 (17:8).

Mörk ÍR
: Egill Már Hjartarson 7, Viktor Sigurðsson 7, Ólafur Haukur Matthíasson 4, Bergþór Róbertsson 4, Gabírel Freyr Kristinsson 4, Bjarki Steinn Þórisson 2, Kristján Orri Jóhannsson 2, Viktor Freyr Viðarsson 1, Hrannar Ingi Jóhannsson 1, Ólafur Atli Malmquist 1.
Mörk VJ.: Guðmundur Rögnvaldsson 7, Viktor Orri Þorsteinsson 7, Gunnar Valur Arason 4, Leifur Óskarsson 2, Andri Hjartar Grétarsson 2, Einar Örn Hilmarsson 1, Bjarni Ólafsson 1, Brynjar Jökull Guðmundsson 1.

Berserkir – Fjölnir 23:30 (12:16).

Mörk Berserkja: Marinó Gauti Gunnlaugsson 9, Jón Hjálmarsson 6, Þorri Starrason 3, Sigurður Páll Matthíasson 2, Magnús Hallsson 2, Halldór Ingi Óskarsson 1.
Mörk Fjölnis: Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 6, Alex Máni Oddnýjarson 4, Brynjar Óli Kristjánsson 4, Elvar Otri Hjálmarsson 4, Óðinn Freyr Heiðmarsson 3, Björgvin Páll Rúnarsson 2, Goði Ingvar Sveinsson 2, Bergur Bjartmarsson 2, Aron Ingi Heiðmarsson 1, Heiðar Már Hildarson 1, Victor Máni Matthíasson 1.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deildinni má sjá hér

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -