- Auglýsing -

Ekkert verður úr að Haukar sæki Aftureldingu heim

Gunnar Gunnarsson og leikmenn Hauka sækja Íslandsmeistara KA/Þórs heim í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Nauðsynlegt hefur reynst að fresta viðureign Aftureldingar og Hauka sem fram átti að fara í Olísdeild kvenna í handknattleik í Mosfellsbæ á morgun. Covdsmit er þess valdandi að grípa varð til þessa ráðs, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá mótanefnd HSÍ.

Ekki kemur fram í hvoru liðinu smitið er en eins og ástandið er þá gæti það svo sem verið að herja á þau bæði.

Þar með verða aðeins tveir leikir á dagskrá í Olísdeild kvenna á morgun. KA/Þór fær Fram í heimsókn í KA-heimilið klukkan 16 og tveimur stundum síðar standa vonir til að Valur og Stjarnan mætist í Origohöll Valsara við Hlíðarenda.

Fyrr í vikunni var leik ÍBV og HK frestað vegna veirunnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -