- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekki annað hægt en að vera ánægður

Aldís Ásta Heimisdóttir, Sunna Jónsdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir í vörninni gegn Sviss í kvöld. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

„Ég var gríðarlega sáttur við spilamennskuna hjá stelpunum í kvöld,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna í skilaboðum til handbolta.is í kvöld að loknum átta marka sigri á landsliði Sviss, 30:22, í annarri umferð á æfingamóti í Cheb í Tékklandi.


„Bæði 5/1 vörnin og 6/0 vörnin gengu mjög vel auk þess sem við fengum frábæra markvörslu. Í sókninni voru leikmenn skipulagðir og agaðir. Engu máli skipti hvað svissneska liðið bauð upp á. Okkur tókst leysa allt sem fyrir okkur var lagt. Af því leiðir að það er ekki annað hægt en að vera ánægður að leikslokum,“ sagði Arnar ennfremur sem var á leið upp á hótel eftir viðureignina.


„Framundan er að snæða góðan málsverð og safna orku fyrir leikinn við Tékka sem verður snemma á morgun. Að öðru leyti er gott af okkur að segja. Það hefur farið vel um okkur og allir er að fá mikið út úr ferðinni,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðþjálfari kvenna í handknattleik í skilaboðum til handbolta.is í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -