- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekki auðvelt að vinna hér

Mynd/UMFS/ÞRÁ
- Auglýsing -

„Ég bara mjög ánægður því það er ekkert einfalt að koma hingað í fyrsta leik og vinna, ekki síst í svona jöfnum leik,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, eftir eins marks sigur á Stjörnunni í fystu umferð Olísdeildar karla í handknattleik í TM-höll Stjörnumanna í Garðabæ.

Halldór Jóhann var, eins og Patrekur þjálfari Stjörnunnar að stýra sínu liði í fyrsta sinn á Íslandsmóti eftir að hafa tekið við þjálfun í sumar.  „Undirbúningstímabilið hefur verið langt og menn hafa ekki leikið alvöru keppnisleik í sex mánuði. Sannarlega er margt sem við eigum eftir að vinna betur í en heilt yfir mjög sáttur. Það er til dæmis gott að fá aðeins á sig 26 mörk,  þar af aðeins ellefu mörk í síðari hálfleik,“ sagði Halldór Jóhann.

Selfoss skipti úr 6/0 vörn í 5/1 vörn síðasta stundarfjórðunginn. Halldór Jóhann sagði það hafa verið hugmynd Arnar Þrastarsonar, aðstoðarþjálfara, að gera þessa breytingu og hún hafi heppnast afar vel. Það er jákvætt að vita að við eigum fleiri vopn í búrinu okkar,“ sagði sigurreifur þjálfari Selfoss, Halldór Jóhann Sigfússon  við handbolta.is í TM-höllinni í kvöld.  

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -