- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekki hefur dregið úr spennu í Meistaradeildinni

Stine Bredal Oftedal og félagar í Györi setja met í hverjum leik í Meistaradeildinni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Nú þegar riðlakeppnin í Meistaradeild kvenna er hálfnuð er ekki úr vegi að kíjka aðeins á það sem hefur gerst í þessum sjö umferðum sem búnar eru. Nokkur lið eru enn taplaus, einhver lið hafa staðist væntingar en sum hafa leikið undir væntingum og þá eru nokkrir leikmenn sem hafa vakið athygli. En við höfum tekið saman þá sjö punkta sem okkur þótti vert að taka fyrir núna þegar riðlakeppnin er hálfnuð.

Györ bætir metið í hverjum leik

Ungverska liðið hefur nú spilað 44 leiki í Meistaradeildinni án taps en liðið hefur þó lent í kröppum dansi í nokkrum leikjum á þessari leiktíð en þær t.d. náðu jafntefli gegn CSKA og Brest eftir að hafa verið undir mest allan leikinn. Györ náði þó toppsæti B-riðils um síðustu helgi eftir að hafa unnið Dormund tvívegis en eru þó búnar að spila einum leik meira en CSKA sem er einu stigi á eftir ungverska liðinu í öðru sæti. Þjálfari liðsins Gabor Danyi hefur náð að búa til besta sóknarlið Meistaradeildarinnar en liðið er það eina sem hefur náð að skora meira en 200 mörk til þessa sem gerir 33.8 mörk í leik að meðaltali. Hins vegar eru þessi 2 jafntefli sem liðið hefur gert í vetur  merki um það að liðið sé brothættara heldur en síðustu tvær leiktíðir þar sem liðið gerði aðeins 3 jafntefli á þessum tveimur árum.

Hafa CSM loksins náð að stilla saman strengi?

Rúmenska liðið hafði óvenjulega hægt um sig á leikmannamarkaðnum í sumar en þetta lið hefur undanfarin ár tekið miklum breytingum á milli ára og á það bæði við um þjálfara og leikmenn. En í ár ákváðu forráðamenn félagsins að veðja á stöðugleika og það hefur heldur betur borgað sig þar sem liðið hefur aldrei byrjað betur í Meistaradeildinni heldur en í ár, unnið fimm leiki og tapað aðeins einum. Stærsta breytingin á milli ára er sennilega sú að liðið er ekki eins háð því að stórskyttan Cristina Neagu eigi stórleik til þess að liðið sigri leiki sína og til að mynda hefur nú ekki náð að taka þátt í nokkrum sigurleikjunum í ár þar sem hún greindist með Covid-19 veiruna. Þá er liðið í stöðugri þróun og hefur bætt varnarleik sinn til muna og þá hefur Barbara Lazovic verið mikil ógn hægra megin á vellinum en hún hefur skorað 28 mörk til þessa sem eru aðeins 3 mörkum minna en Cristina Neagu sem er markahæst með 31 mark.

Nýliðarnir eru óstöðvandi

Til þess að ná árangri í Meistaradeildinni er ekki nóg að hafa gott og reynslumikið lið þú þarft alltaf að leggja mikið á þig og það er nákvæmlega það sem nýliðarnir í CSKA hafa gert í vetur. Þrátt fyrir erfiða byrjun í heimalandinu þar sem liðið tapaði gegn erkifjendunum í Rostov-Don í bikarnum, meistarakeppninn og deildarleik liðanna þá hefur liðið ekki enn tapað leik í Meistaradeildinni. Liðið er í raun eitt af fjórum liðum ásamt Vipers, Györ og Rostov sem eru enn taplausar til þessa. CSKA hefur á að skipa bestu vörninni í keppninni en liðið hefur aðeins fengið á sig 148 mörk í fyrstu sex leikjum liðsins sem gerir 24,6 mörk að meðaltali. En þær eru einnig öflugar í sóknarleiknum þar sem þær reiða sig meira á útilínuna hjá sér fremur en hraðann sóknarleik. Það eru einkum tveir leikmenn sem hafa borið sóknarleikinn uppi það sem af er en þær Elena Mikhaylichenko og Ekaterina Ilina hafa samtals skorað 52 mörk í fyrstu 6 leikjum liðsins. Ef liðið nær að sýna þennan stöðugleika áfram þá er ljóst að liðið mun eiga sæti í Final4 úrslitahelginni í Búdapest í maí.

Valcea hefur ekki fundið taktinn

Valcea er eitt af liðunum sem hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit til þessa í keppninni en þær eru eina liðið sem hefur ekki enn náð að fá stig í riðlakeppninni. Vegna ástandsins í Evrópu hefur liðið aðeins náð að spila fjóra leiki þar sem liðið hefur alls ekki staðist væntingar en þær eru með 33 mörk í mínus eftir þá leiki sem næst versti markamunur í keppninni, aðeins Dortmund er með lakari markamun, það er 42 mörk í mínus en þýska liðið er þó búið að spila þremur leikjum meira en Valcea. Sóknarleikur liðsins er heldur ekki til útflutnings en liðið hefur aðeins skorað 93 mörk til þessa og það er ljóst að þær þurfa að finna leiðir til þess að bæta leik sinn fljótlega ef þær ætla ekki að detta út eftir riðlakeppnina. Það er ljóst að leikmenn liðsins hafa ekki fundið taktinn og liðsandinn er ekki uppá sitt besta og það er eitthvað sem Florentin Pera þjálfari liðsins þarf að laga ef að liðið ætlar að ná í stig í riðlakeppninni.

Gros skorar sem aldrei fyrr

Slóvenska stórskyttan er ein af stöðugustu markaskorurum Meistaradeildarinnar undanfarin ár óháð því með hvaða liði hún spilar. Gros hefur aldrei skorað færri en 73 mörk undanfarin fimm ár og hún stefnir ótrauð að því að ná því marki einnig í ár en hún er markahæst í riðlakeppninni til þessa með 48 mörk í sex leikjum sem gerir 8 mörk að meðaltali í leik. Það virðist fátt benda til annars en að hún komi til með að hljóta titilinn markadrottning Meistradeildarinnar þetta tímabilið.

Reynsluleysi í Meistaradeildinni ekki vandamál

Það eru alltaf leikmenn sem eiga góða leiki og vekja athygli þrátt fyrir reynsluleysi í Meistaradeildinni. Þetta tímabil er engin undantekning á því. Þrír af fimm markahæstu leikmönnum Meistaradeildarinnar eru að taka þátt í henni í fyrsta skiptið. Julia Maidhof hægri skytta Bietigheim sem hefur skorað 36 mörk í sjö leikjum hefur komið inn með ferska vinda í þýska liðið. Elena Mikhaylichenko sem hefur verið talin ein efnilegasta handknattleikskona Rússlands hefur heldur betur náð að standa undir því til þessa en hún hefur skorað 32 mörk fyrir CSKA á þessari leiktíð. Þá hefur Alina Grijseels leikmaður Dortmund verið í fantaformi fyrir þýska liðið en hún hefur skorað 35 mörk það sem af er.

Nóg af mörkum

Markaskorun hefur verið á færibandi á þessari leiktíð, þar sem sóknir liðanna hafa fundið nýjar leiðir til þess að finna veikleika í varnarleik andstæðinganna. Alls hafa verið skoruð 2.484 mörk til þessa í Meistaradeildinni sem gerir 55,2 mörk að meðaltali í leik. Til samanburðar þá voru skoruð 4.643 mörk í öllum 84 leikjum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð sem gerir 55,27 mörk að meðaltali í leik. Þá er greinilegt að frá því 7á6 reglunni var komið á 2011/12 þá hefur það búið til meiri spennu og fleiri mörk en meðalskor hefur  hækkað um fjögur mörk eftir að þessi regla var sett á en fólk getur svo haft skoðun á því hvort það sé góð þróun eða ekki.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -