- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekki hik á Díönu Dögg og samherjum

Díana Dögg Magnúsdóttir í leik með Zwickau. Mynd/BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar hennar í BSV Sachsen Zwickau víkja ekki út af stefnu sinni að fara upp í efstu deild þýska handknattleiksins í lok þessa keppnistímabils. Í dag unnu þær HC Rödertal á útivelli í 24. umferð deildarinnar með 11 marka mun, 29:18, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:10. Liðið á tvo leiki eftir.


BSV Sachsen Zwickau er efst í deildinni sem fyrr með 43 stig eftir 24 leiki. Herrenberg er í öðru sæti með 36 stig og getur ekki náð efsta sætinu. Füchse Berlin er í þriðja sæti með 35 stig en á fjóra leiki eftir og getur ennþá náð BSV Sachsen Zwickau að stigum. Eitt lið fer beint upp en liðið í öðru sæti tekur þátt í umspili.


„Leikurinn var lélegur hjá okkur en engu að síður tókst okkur að ná ellefu marka sigri og það mjög mikilvægum í toppbaráttunni,“ sagði Díana Dögg sem hefur leikið stórt hlutverki í liðinu á leiktíðinni. Hún skapaði tíu marktækifæri, átti fjórar stoðsendingar, vann eitt vítakast og skoraði eitt mark. Díana sagði að skotnýtingin hefði mátt vera betri hjá sér að þessu sinni.


Næsti leikur BSV Sachsen Zwickau verður á heimavelli gegn Tus Lintfort eftir viku.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -