- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekki var lengur frítt inn á úrslitaleiki yngri flokka

Mikil spenna og stemning var á úrslitaleikjum yngri flokka í Coca Cola-bikarnum um nýliðna helgi. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Áhorfendur á úrslitaleiki Coca Cola-bikars yngri flokka sem fram fór á síðasta föstudag og sunnudag á Ásvöllum var gert að greiða 1.000 kr. í aðgangseyri. Frítt hefur verið inn á úrslitaleikina um árabil.


Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ sagði að ákveðið hafi verið að innheimta aðgangsreyri af áhorfendum 16 ára og eldri en hafa frítt inn fyrir þá sem yngri eru.


„Einhverntímann var nauðsynlegt að stíga þetta skref og innheimta aðgang að þessum flottu leikjum hjá yngri flokkunum í glæsilegri umgjörð,“ sagði Róbert Geir við handbolta.is.


„Yngri flokkarnir léku úrslitaleikina í umgjörð sem var ekki í neinu frábrugðin þeirri sem er í meistaraflokkum. Nokkuð sem hreyfingin getur verið stolt af en hún er ekki ókeypis. Að leigja íþróttamannvirki eins og Ásvelli í nærri viku kostar sitt og ekkert óeðlilegt að reynt sé að ná upp í einhvern hluta þess kostnaðar. Áfram var frítt inn fyrir 15 ára og yngri,“ sagði Róbert Geir ennfremur.


Róbert Geir sagði fáa hafa vera óánægða með að þurfa að greiða aðgang að leikjunum en afar góð mæting var á leikina eins og undanfarin ár.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -