- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eldvarnakerfið sló strákana ekki út af laginu

U18 ára landslið karla sem tekur þátt í EM. Mótið hefst á fimmtudaginn. Mynd/Andri Sigfússon
- Auglýsing -

Piltarnir í U18 ára landsliðinu í handknattleik unnu stórsigur á hollenskum jafnöldrum sínum í annarri umferð á æfingamóti í Haneshalle í Lübeck í Þýskalandi í dag. Lokatölur voru 39:28.


Gera varð 20 mínútna hlé á leiknum í síðari hálfleik þegar eldvarnarkerfi í Haneshalle fór af stað með tilheyrandi gauragangi. Húsið var rýmt og heimamenn leituðu af sér grun um að eldur hefði ekki komið upp. Eftir það var leiknum haldið áfram.


Strákarnir hófu leikinn af miklum krafti og lokuðu vel á hratt spil Hollendinga. Mörg góð hraðaupphlaupsmörk komu í kjölfar öflugs varnarleiks. Forskot Íslendinga jókst eftir því sem leið á hálfleikinn og þegar hálfleiksflautan gall var staðan 21:11 okkar strákum í vil.

Strákarnir leyfðu Hollendingum ekkert að komast í leikinn í síðari hálfleik þótt á ýmsu hafi gengið.


Íslensku liðið hefur þar með unnið einn leik og tapað öðrum á mótinu. Þeir mæta Þjóðverjum í lokaumferðinni á morgun.


Mörk Íslands: Atli Steinn Arnarson 6, Elmar Erlingsson 6, Skarphéðinn Ívar Einarsson 5, Andri Fannar Elísson 4, Kjartan Þór Júlíusson 4, Sæþór Atlason 4, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 3, Birkir Snær Stefánsson 2, Hans Jörgen Ólafsson 2, Hinrik Hugi Heiðarsson 1, Viðar Ernir Reimarsson 1, Össur Haraldsson 1.

Í markinu varði Ísak Steinsson 10 skot, 45% varsla og Breki Hrafn Árnason 7 skot, 30% varsla.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -