Elín Klara og Brynjólfur Snær best hjá Haukum

Verðlauna- og viðurkenningahafar á lokahófi Hauka á dögunum. Mynd/Haukar topphandbolti

Elín Klara Þorkelsdóttir og Brynjólfur Snær Brynjólfsson voru valin bestu leikmenn Hauka á nýliðinni leiktíð. Tilkynnt var um valið á lokahófi handknattleiksdeildar á dögunum þar sem fleiri viðurkenningar voru veittar til leikmanna liðsins.


Einnig var tækifærið notað til þess að kveðja leikmenn sem eru á förum frá félaginu. Darri Aronsson gengur til liðs við við US Ivry í Frakklandi í sumar. Berta Rut Harðardóttir er á leiðinni til Svíþjóðar með unnusta sínum Ásgeiri Snær Vignissyni leikmanni ÍBV sem samið hefur við OV Helsingborg.


Sara Odden er að flytja til Þýskalands eftir því sem næst verður komist eftir þriggja ára veru hjá Haukum. Þess utan kvaddi markvörðurinn Annika Friðheim Petersen í lok janúar og samdi við danska úrvalsdeildarliðið Nyköbing Falster.


Meistaraflokkur kvenna
Mestu framfarir: Rakel Oddný Guðmundsdóttir.
Mikilvægust: Sara Odden.
Best: Elín Klara Þorkelsdóttir.


Meistaraflokkur karla:
Efnilegastur: Darri Aronsson.
Mikilvægastur: Stefán Rafn Sigurmannsson.
Bestur: Brynjólfur Snær Brynjólfsson.


U-lið karla, lék í Grill66-deildinni:
Mestu framfarir: Össur Haraldsson.
Mikilvægastur: Magnús Gunnar Karlsson.
Bestur: Sigurður Jónsson.


- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -