- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elísa verður ekki með næstu vikur

Elísa Elíasdóttir, verður ekki með íslenska liðinu gegn Norður Makedóníu í kvöld. Mynd/Mummi Lú
- Auglýsing -

Ein efnilegasta handknattleikskona landsins, Elísa Elíasdóttir, leikur ekki handknattleik aftur fyrr en á nýju ári vegna meiðsla sem hún varð fyrir á öxl. Þetta staðfesti Vimar Þór Bjarnason, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍBV, við handbolta.is í gær.

Elísa fékk þungt högg á aðra öxlina í viðureign Vals og ÍBV í Origohöllinni 10. nóvember og hefur ekkert verið með liðinu síðan.


„Það er hvorki brot né slit í öxlinni en mælt er með því að Elísa taki sér frí fram að áramótum,” sagði Vilmar Þór við handbolta.is.


Elísa, sem er 18 ára, er orðin ein af burðarásum ÍBV-liðsins, jafnt í vörn sem sókn, auk þess sem hún lék sína fyrstu A-landsleiki í byrjun október.

Hennar verður sárt saknað í U18 ára landsliðinu sem fer til Serbíu á morgun þar sem liðið tekur þátt í undankeppni um sæti í A-deild Evrópumótsins sem fram fer næsta sumar. Elísa var kjölfesta U17 ára landsliðsins sem hafnaði í öðru sæti í B-deildarkeppni EM í sumar í Litáen.

Elísa bætist þar með á sjúkralista ÍBV-liðsins sem hefur verið án Birnu Berg Haraldsdóttur og Hrafnhildar Hönnu Þrastardóttir það sem af er leiktíðar.


ÍBV mætir AEP Panorama í Evrópubikarkeppninni í handknattleik í Vestmannaeyjum í kvöld klukkan 18.30 og á morgun klukkan 13.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -