Ellefu marka sigur hjá HK

Elías Már Halldórsson kveður nú HK sem Olísdeildarlið. Mynd/Fjölnir, Þorgils G.

HK heldur sigurgöngu sinni áfram í Grill 66-deild karla í handknattleik. Í kvöld lagði Kópavogsliðið leikmenn Vængja Júpiters með 11 marka mun á heimavelli í Kórnum, 36:25, eftir að hafa verið átta mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik.


HK hefur þar með 22 stig eftir 13 leiki eins og Víkingur sem vann ungmennalið Selfoss í Hleðsluhöllinni í kvöld, 31:24.


Vængir Júpiters hafa sex stig í níunda og næst neðsta sæti deildarinnar. Þeir áttu ekki mikið erindi í HK-inga að þessu sinni.


Mörk HK: Hjörtur Ingi Halldórsson 6, Davíð Elí Heimisson 5, Símon Michael Guðjónsson 5, Kristján Pétur Barðason 4, Kristófer Andri Daðason 4, Bjarki Finnbogason 3, Einar Bragi Aðalsteinsson 2, Einar Pétur Pétursson 2, Kristján Ottó Hjálmsson 2, Ágúst Ingi Óskarsson 1, Kari Tómas Hauksson 1, Sigurvin Jarl Ármannsson 1.
Mörk Vængja Júpiters: Garðar Benedikt Sigurjónsson 7, Aron Heiðar Guðmundsson 5, Brynjar Loftsson 4, Ari Pétursson 3, Jóhann Gunnarsson 2, Andri Hjartar Grétarsson 2, Arnþór Örvar Ægisson 1, Hlynur Már Guðmundsson 1.

Staðan í Grill 66-deild karla.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -