- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ellefu marka sigur hjá sannfærandi Haukum

Orri Freyr Þorkelsson flytur til Noregs í júlí. Mynd/Haukar
- Auglýsing -

Haukar unnu stóran sigur á Þór Akureyri, 33:22, í Schenker-höllinni í kvöld er liðin mættust í Olísdeild karla í handknattleik. Þetta var fyrsti leikur Hauka eftir hléið langa en önnur viðureign Þórsara sem léku hörkuleik við Val á mánudagskvöldið. Haukar færðust þar upp að hlið Vals, FH og ÍBV en hvert þeirra hefur átta stig, ýmist eftir fimm eða sex leiki. Næsti leikur Hauka verður að Varmá næsta miðvikudagskvöld gegn Aftureldingu.


Þór er í 11. sæti deildarinnar með tvö stig eftir sex leiki.
Þórsara lentu strax undir í leiknum í dag og voru fjórum mörkum á eftir Haukum þegar flautað var til hálfleiks, 14:10. Í síðari hálflleik skildu leiðir liðanna fyrir fullt og fast. Jafnt og þétt jókst munurinn. Síðustu 10 til 15 mínúturnar var ljóst að þreyta var komin í leikmenn Þórs en Akureyrarliðið hefur langt í frá úr sama fjölda leikmanna að spila og Haukar sem nýttu vel breiddina í leikmannahópnum að þessu sinni.
Eins og kom fram á handbolti.is á þriðjudagsmorgun þá fór Valþór Atli Guðrúnarson úr axlarlið í leiknum við Val á mánudagskvöld og verður frá keppni um nokkurt skeið.


Ef marka má þennan leik er ljóst að Haukar koma öflugir til leiks eftir fjögurra mánaða hlé frá keppni og virðast til alls líklegir. Darri Aronsson mætti til leiks af krafti eftir langvarandi meiðsli og skoraði fimm mörk auk þess að vera öflugur í miðri vörninni með Þráni Orra Jónssyni.


Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður, lék ekki með Haukum þar sem hann er enn í sóttkví eftir að hafa komið til landsins frá Egyptalandi á þriðjudaginn. Gangi allt að óskum hjá Björgvin verður hann klár í slaginn með Haukum á miðvikudaginn gegn Aftureldingu.

Mörk Hauka: Orri Freyr Þorkelsson 8/4, Darri Aronsson 5, Atli Már Báruson 4, Adam Haukur Baumruk 4, Tjörvi Þorgeirsson 2, Þráinn Orri Jónsson 2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Tjörvi Þorgeirsson 2, Geir Guðmundsson 1, Halldór Ingi Jónasson 1, Guðmundur Bragi Ástþórsson 1, Jakob Aronsson 1.
Varin skot: Andri Sigmarsson Scheving 7 skot, 25,9%.
Mörk Þórs: Ihor Kopyshynskyi 6/4, Karolis Stropus 5, Aðalsteinn Ernir Bergþórsson 2, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Arnþór Gylfi Finnsson 2, Aron Hólm 2, Garðar Már Jónsson 1, Sigurður Kristófer Skjaldarson 1.
Varin skot: Arnar Þór Fylkisson 4 skot, 17,4% – Jovan Kukobat 3 skot, 18,8%.

Eins og oft áður var Ihor Kopyshynskyi markahæstur hjá Þór með sex mörk. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -