Elliði Snær með á nýjan leik

Elliði Snær Viðarsson leikmaður Gummersbach. Mynd/Nastasja Kleinjung / VfL Gummersbach

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson mætti til leiks á ný í kvöld með Gummersbach eftir rúmlega mánaðar fjarveru vegna meiðsla. Endurkoma hans hafði góð áhrif á liðsfélagana því þeir gjörsigruðu liðsmenn Rimpar Wölfe, 33:23, á heimavelli í þýsku 2. deildinni í handknattleik.

Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach sitja í þriðja sæti eftir sigurinn með 39 stig eftir 26 leiki og eru stigi á eftir N-Lübbecke sem er í öðru sæti. HSV Hamburg er efst með 42 stig.

Elliði Snær skoraði eitt mark í kvöld úr því eina skoti sem hann átti á markið. Hann tók einnig þátt í vörninni en slapp við brottrekstur að þessu sinni.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -